Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 61

Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 61
1955 B E R G M Á L „Ég sé að doktor Gordon er ekki kominn hingað ennþá, en ég geri ráð fyrir að hann hljóti að koma þá og þegar. Ef ég hitti hann þá skal ég segja honum að þér séuð hér.“ Um leið og Christine ýtti á hurðina og bjóst til að ganga inn í þetta litla hvítmálaða herbergi, heyrði hún kynlegt hljóð frá sjúk- lingnum, eins og þegar menn taka andköf og liggur við köfnun. Hún hafði gert ráð fyrir að hitta þarna smávaxna, grannholda og miðaldra konu, vegna þess að yfirhjúkrunarkonan hafði talað um „litlu ungfrú Coates“, en þess í stað sá hún nú bregða fyrir hávöxnum, ljóshærðum karimanni. Hann hafði tekið snöggt við- bragð er hún bjóst til að ganga inn í herbergið og stóð nú út við glugga og sneri baki að þeim, en stóll, sem hann hafði setið á, lá á hliðinni á miðju gólfi og bar þess glöggt vitni í hvílíku ofboði hann hafði henzt á fætur. Hann kreppti báða hnefa og hélt höndun- um niður með hliðunum, en hver vöðvi í líkama hans virtist þan- inn til hins ítrasta, eins og í göldum fola, að öðru leyti sýndi hann engin merki þess, að hann vissi af Christinu inni í herberginu. Áður en henni gæfist tími til að hreyfa sig eða segja nokkuð, hafði yfirhjúkrunarkonan gripið aftur um handlegg hennar og dregið hana út úr herberginu, en því næst lokaði hún dyrunum hvatlega. Henni virtist vera mjög mikið niðri fyrir, er hún sagði andstutt: „Hamingjan góða, ég hefi framið leiðinleg mistök, doktor Dunbar. Þetta er ekki herbergi ungfrú Coates. Hennar herbergi hlýtur því að vera númer 27, en ekki númer 17. Ég skal fylgja yður þangað.“ Hún gekk af stað innar eftir ganginum, en Christine gaf henni bendingu um að nema staðar. Hún var með ákafan hjartslátt. „Ég virðist hafa komið honum í mjög mikinn æsing. Er hann — er hann-----“ „Hann er sjúklingur doktors Blair,“ sagði yfirhjúkrunarkonan í flýti. „Mjög erfiður sjúklingur, og doktor Blair er mjög á móti því, að honum sé gert ónæði. Ég bið afsökunar á þessum mistökum, doktor Dunbar. Það var mjög klaufalegt af mér að rugla saman númerum herbergj anna. En sjúklingarnir eru svo margir hér, og ég----- Hún hikaði og horfðist í augu við Christinu, er reyndi að telja — 59 —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.