Bergmál - 01.05.1955, Page 65

Bergmál - 01.05.1955, Page 65
G. E. Lesging: ANDI SALÓMONS Gráhærður, virðulegur öld- ungur var að plægja akur sinn, í sveita síns andlitis, þrátt fyrir háan aldur og steikjandi sólar- hita þennan dag. Og jafnframt sáði hann korni í hina frjóu jörð til að gera hana arðbæra. Skyndilega stóð frammi fyrir honum æðri vera í skugga gam- als eikartrés. Öldungurinn titraði við þessa sýn. „Ég er Salómon,“ sagði and- inn alúðlega. „Hvað hefir þú fyrir stafni hér úti á akri, gamli maður?“ „Ef þú ert Salómon,“ sagði eigandi akursins, „hví spyrð þú þá þannig? Á unga aldri lærði ég af maurunum að vera iðinn og auka velmegun mína. Það sem ég lærði þá, tem ég mér nú.“ „Nei, pabbi, þú mátt ekki fara,“ hrópaði hann. „Jæja,“ sagði ég hrærður og stoltur, „þú vilt þá ekki, þegar allt kemur til alls, að ég fari.“ „Nei,“ sagði hann. „Ekki fyrr en hinn pabbinn er kominn.“ „Þú hefir aðeins lært hálfa lexíuna,“ sagði andinn. „Farðu aftur til mauranna og þeir munu kenna þér að hvílast á ævikvöldi þínu og njóta ávaxt- anna af því, sem þú hefir upp skorið.“ Næturgalinn og lævirkinn. Hvað getum við sagt við þau skáld, sem svífa á vængjum andagiftarinnar upp í ómælis- hæð, langt ofar skilningi les- andans? Aðeins það, sem næturgalinn sagði dag nokkurn við lævirkj- ann: „Flýgur þú svo hátt, vinur minn, til þess að enginn geti hlustað á þig?“ Þessar tvær smásögur hér á undan, ef sögur má kalla, eru eftir þýzka rit- höfundinn Gotthold Ephraim Lessing, d. 1781. Hann var mjög mikilvirkur rithöfundur og talið er að hann hafi markað mjög stefnu þýzkra bók- mennta, fagurfræði og trúmálaheim- speki á síðari hluta átjándu aldar- innar. 63

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.