Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 4
SMÆLKI í fyrsta skipti sem Tommi litli fékk að fara á sinfóníutónleika, söng fræg óperusöngkona með hljómsveitinni og undraðist Tommi mjög framkomu hljómsveitarstjórans við söngkon- una. „Hvers vegna er hann að lemja hana með þessum staf?“ spurði Tommi. „Uss, — hafðu ekki hátt,“ sagði mamma hans. „Hann er ekki að slá hana með stafnum." „Nú,“ sagði Tommi, „af hverju er hún þá að öskra?“ ★ Hér um daginn las ég grein um hin skaðlegu áhrif tóbaks-reykinga, svo að nú er ég steinhættur — að lesa. ★ _ Nýgifta konan: „Ég þarf að gera eina játningu, elsku vinur mi'nn. — Einn af ættingjum mínum var hengdur." Nýgifti maðnrinn: „Hafðu engar áhyggjur af því, elskan mín. — Ég á marga ættingja, sem ættu skilið að vera hengdir." ★ „Ég vildi óska, að öllu áfengi yrði hellt í sjóinn,“ sagði ræðumaður einn á fundi þar sem rætt var um bind- indismál. „Heyr! Heyr!“ hrópaði einhver á- heyrenda með rödd sem gaf til kynna einlægan áhuga fyrir uppástungunni. „Ég gleðst yfir því,“ hélt ræðu- maður áfram, „að hér skuli þó að minnsta kosti vera einn maður með heilbrigðan og göfugan hugsunarhátt, og vildi ég mega biðja þennan áhuga- sama bindindismann að segja nokkur orð héðan úr ræðustólnum." „Ja, hver fjandinn," sagði sama röddin og fyrr. „Ég bindindismaður! Nei, ónei, ekki aldeilis. En tillögu yðar styð ég vegna þess að ég er kafari." ★ „Þú ert einmitt tilvalið konuefni handa mér, elskan. Eða kannastu ekki við þennan málshátt: — Valmenni að- hyllast eingöngu Ijóshærðar konur —?“ „Jú, ég hefi heyrt það. En ekki er ég Ijóshærð." „Nei, veit ég vel. En ég er heldur ekkert valmenni.“ ★ Ef þú ert ungur maður, þá getur kona gert þig hamingjusaman eðá óhamingj usaman. Miðaldra ert þú, þegar kona getur gert þig hamingjusaman, en ekki óham- ingjusaman. En þegar kona getur hvorki gert þig hamingjusaman né óhamingju- saman þá ert þú orðinn gamalmenni. ★ Stærðfræðikennarinn var orðinn mjög gramur við Tomma litla, vegna þess að hann gat ekkert dæmi reiknað rétt. „Þegar ég var á þínum aldri,“ sagði kennarinn reiðilega, „þá gat ég auð- veldlega reiknað miklu þyngri dæmi en þetta." Tommi litli var hinn rólegasti er hann svaraði: „Ef til vill hafið þér haft betri kennara en ég.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.