Bergmál - 01.12.1955, Síða 9

Bergmál - 01.12.1955, Síða 9
1955 B E R G M A L kyssti á augu mér og sagði mér að ég ætti að vera sterk og glöð og nú þyrfti ég aldrei framar að liggja andvaka heilar nætur og óttast næsta dag, eða framtíð- ina. Ég elska þig, sagði hann. Og ég skal trúa þér fyrir því að ég hef aldrei elskað nokkra aðra eins og ég elska þig. Og hann sagði líka: Ég kem aftur og sæki þig og fer með þig héðan, og þú þarft aldrei framar að kvíða einveru, aðeins ef þú trúir á mig og hugsar mikið um mig, svo mikið að þú finnir hugsanir mínar í huga þér. Hann stóð þarna og hélt um höfuð mitt milli handa sinna og enda þótt ég heyrði bílinn staðnæmast niðri á götunni fyrir utan og heyrði raddir þeirra þegar þeir gengu að dyrunum, og þótt ég sæji þá koma í gegnum dyrnar, hvern á eftir öðrum, þeir voru þrír saman. Já, enda þótt ég sæji þá og vissi að þeir voru að koma til að sækja mig, og að öllu var lokið, þá var ég samt laus við allan kvíða. Og mér fannst það að enginn máttur í heiminum gæti nokkru sinni aðskilið okkur, þegar ég stóð á fætur og kyssti hendur hans. Ég gef þér eitt ár sagði ég við hann“. „Heilt ár skal ég bíða án þess að angra þig, án þess að ræna þig nokkru sem er þitt, án þess að taka frá þér eitt orð, eina hugsun, eða eina kennd. Heilt ár skal ég lifa fyrir þig í mínum eigin heimi án þess að reyna að ásælast þig, og ef þú elskar mig þá kemur þú aftur hingað og sækir mig og flytur mig yfir í þinn heim.“ Hún þagnaði og tók síðustu sígarettuna úr pakkanum en ég kveikti í sígarettunni fyrir hana og velti því fyrir mér sem hún hafði sagt. Mig langaði til að spyrja hana hverjir það væru sem komu að sækja hana, en það var eitthvað í fasi hennar og svip sem hélt aftur af mér. „Annað sagði ég ekki,“ hélt hún áfram eftir nokkra þögn. „Þetta var allt sem ég gat sagt áður en þeir tóku mig frá hon- um. Þegar það var, þá var klukkan nákvæmlega hálf ellefu, og þess vegna sit ég hér nú og veit innst í hugskoti mínu að hann hlýtur að koma.“ Nokkrum mínútum síðar heyrðum við klukku slá. Hún var hálf ellefu. Augu okkar mættust eitt andartak, en svo leit hún fram hjá mér og út gegnum gluggann. Regnið buldi ennþá á rúðunum en þó virtist eitthvað hafa dregið úr veður- 7

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.