Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 10

Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 10
Desember Bergmál --------------------- ofsanum. Mér fannst hjarta mitt herpast saman og einhver ein- kennileg hryggð grípa mig allan, einhver beiskja, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir. Mér fannst sem ég hefði tapað ein- hverju sem ég aldrei hefði átt, og eins og þetta eitthvað, væri það bezta sem lífið gat veitt manni. Það hafði opinberast mér eitt andartak, til þess aðeins að hverfa svo á ný, að eilífu. Mér varð hugsað til þeirra orða, sem franskur heimspekingur sagði um ástina. „Að hún sé eins og vofa sem allir tala um en enginn hafi séð.“ Hér sat ég gegnt konu, sem vissi meira um innsta eðli ástarinnar en nokkur önnur manneskja sem ég hafði fyrir hitt á ævinni, og hún hafði opn- að dyrnar að hinu allra helgasta. Hún ein hafði lykilinn að innsta herberginu, en enginn gat fylgt henni þangað inn, enginn trúði eins sterkt og hún. „Verið þér sælir og þakka yður fyrir, að þér hlustuðuð á mig.“ „Má ég hringja eftir bíl handa yður,“ spurði ég. „Nei, þakka yður fyrir. Ég bý á hótelinu hinum megin við torgið.“ „Afsakið,11 sagði ég. „Ég hélt að þér ættuð heima hér í borg- inni.“ Hún hló lítið eitt, en var þó döpur. „Fyrir einu ári síðan átti ég heima hér í grenndinni,11 sagði hún. „Á geðveikraspítalanum fyrir utan borgina, og þetta kvöld sem ég hef sagt yður frá hafði ég stolizt burt af geð- veikrahælinu í leyfisleysi. Ég veit ekki af hvaða ástæðu það var, en ég gekk beint inn í þetta veitingahús og settist þarna í hornið. Ég veit að þér trúið ekki á það sem ekki er hægt að gefa skýringu á, og þér megið gjarn- an hlæja að mér, en það var eitt- hvert afl í brjósti mér, sem dró mig hingað ómótstæðilega.“ Hún þagnaði snögglega og það sáust einhverjir sérstakir drættir í andliti hennar. Sambland af sorg og vonbrigðum. Eitthvað, sem ekki er hægt að lýsa í orð- um, og áður en ég gat sagt við hana nokkurt huggandi orð, var hún horfin. Ég bað um kaffi og sat lengi yfir því grafkyrr og hugsaði um það sem ég hafði heyrt og séð. Einhver maður kom inn í veit- ingahúsið og settist þar sem hún hafði setið, en ég veitti honum enga athygli, sá aðeins út undan mér að þetta var miðaldra mað- ur, ljóshærður, myndarlegur. En er hann hafði setið litla 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.