Bergmál - 01.12.1955, Page 11

Bergmál - 01.12.1955, Page 11
BergmAl 1 9 5 5 ---------------------- stund þá stóð hann á fætur og gekk yfir að grammófóninum, Og í raun og veru veitti ég hon- um þá fyrst athygli. Ég beið þess með eftirvæntingu hvaða lög hann veldi, og þegar ég heyrði að það voru hin sömu lög og hún hafði valið, þá var ég ráðinn í að komast að því sanna, enda þótt ég væri í fyrstu sann- færður um að það væri hrein tilviljun. Þegar grammofónninn þagn- aði stóð ég á fætur og gekk til hans. „Eruð þér hrifnir af Duke Ellington,“ spurði ég. Hann leit á mig og virti mig fyrir sér góða stund, en sagði síðan. „Ég er hrifinn af þessum tveim lögum. Hvers vegna spyrjið þér?“ „Aðeins af forvitni,“ svaraði ég. „Vegna þess að það eru svo margar nýrri plötur þarna í grammofóninum.“ „Allir eiga sín uppáhaldslög,“ sagði hann. „Og flestir menn eiga einhverjar vissar minn- ingar tengdar vissum hljóm- plötum, ekki satt?“ „Jú, ég held að ég skilji yður,“ sagði ég. „Ef til vill komið þér hineað oft.“ „Nei,“ svaraði hann. „Það er langt síðan ég hef komið hing- að, og ég get gjarnan bætt því við að það er mjög ótrúlegt að ég komi hingað nokurn tíma oftar.“ „Ég bið yður afsökunar á for- vitninni,“ sagði ég. „En mig langar til að vita hvað það er sem þér hugsið um einmitt þeg- ar þér spilið þessar tvær plötur?“ Hann brosti svolítið. „Það er kona,“ sagði hann „Ég er að hugsa um atvik sem gerðist á þessum stað fyrir löngu síðan.“ Hann þagnaði skyndilega, þegar hann sá svipinn á mér. „Hún hefur verið hér og er farin,“ sagði ég. „Hún beið yðar til klukkan hálf ellefu.“ Við vorum nú báðir staðnir á fætur. Hann var hærri en ég, og starði á mig um leið og hann tók hörkulega um handlegg mér. „Þér ljúgið,“ sagði hann hvasst. „Nei,“ sagði ég. „En viljið þér svara tveim spurningum. Hvers vegna komið þér svo seint, ef þér á annað borð trúðuð því að hún ....?“ „Bíllinn bilaði á leiðinni," svaraði hann. „Svo ég varð að bíða góða stund meðan hann var lagfærður, en nú stendur hann hér úti fyrir.“ 9

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.