Bergmál - 01.12.1955, Page 12

Bergmál - 01.12.1955, Page 12
Desember Bergmál ----------------------- „Heimsóttuð þér hana aldrei í sjúkrahúsið,“ spurði ég. „Jú, tvisvar sinnum. En hún vildi ekki taka á móti mér. Hún lét senda mér boð um það, með einni hjúkrunarkonunni, að hún gæfi mér eitt ár.“ Ég gekk með honum beint yfir torgið og inn í anddyri hótelsins hinum megin við það. Ég gekk beint til dyravarðarins og bað hann að hringja upp á herbergið til ungu stúlkunnar, sem hefði komið inn rétt eftir klukkan hálf ellefu. Hún hefði verið í svartri silkikápu.“ „Hún býr ekki lengur hér,“ sagði dyravörðurinn. „Hún fer í kvöld með næturlestinni." „Er hún þá farin burt af hótelinu?“ „Nei, hún er ekki farin, en hún er að búa sig af stað,“ sagði dvravörðurinn, og horfði yfir að lyftunni sem var á leið niður. Andartaki síðar stöðvaðist lyft- an, lyftudyrnar opnuðust og hún gekk út úr lyftunni. Þau veittu því enga athygli að ég gekk á brott. Ég bretti upp frakkakragann og hélt beina leið til skrifstofunnar við dag- blaðið. Ég settist strax við rit- vélina mína og fór að skrifa þetta niður, sem ég hef sagt ykkur frá. Gamli setjarinn okk- ar var á leið heim og sá þá að ljós var hjá mér, og stakk höfð- inu inn um dyragættina til að vita hvort eitthvað sérstakt hefði komið fyrir. „Já,“ sagði ég. „Ég hef séð nokkuð í kvöld, sem allir tala um en aðeins sárafáir hafa séð á undan mér.“ „Það hefur verið vofa,“ sagði hann, eins og honum hefði dottið í hug sama tilvitnunin og mér fyrr um kvöldið. „Nei, nei, það var ástin,“ svar- aði ég. Það hnussaði hátt og háðslega í honum, um leið og hann þreif út úr sér vindlinginn. „Vitleysa," sagði hann. „Þá trúi ég meira á vofur.“ „Það gerði ég líka,“ svaraði ég. „Þangað til í kvöld.“ Endir. N „Hvers vegna liggur svona illa á þér?“ „Hugsaðu þér annað eins, ég vann málið fyrir undirrétti og andstæðingur minn var dæmdur til að greiða þús. kr. í skaðabætur. Fyrir yfirréttinum vann ég líka og skaðabætur andstæðings míns voru tvöfaldaðar, en nú fyrir hæstarétti tapa ég málinu." „Ég get nú ekki séð neina ástæðu fyrir þig að láta liggja svona illa á þér út af þessu. Þar sem þú hefur unnið málið tvisvar, finnst mér að þú getir vel unnt andstæðingi þínum að vinna einu sinni.“ 10

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.