Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 23

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 23
 1 9 5 5 ------------------------ fullvissa yður um það kona góð, að ég er ekki hið minnsta ölv- aður, það hafa bara orðið smá- vegis straumrof í minni mínu og ég vona að því verði fljótlega kippt í lag, en nú vildi ég mega biðja ykkur vinsamlegast að ganga inn í stofuna hér við hliðina, því að ég kann ekki við að klæða mig í návist ykkar, þar sem við höfum aðeins þekkzt í tíu mínútur.“ Þegar hann hafði klætt sig þá samþykkti hann það að láta lækni skoða sig og þegar læknir- inn hafði skoðað hann mjög gaumgæfilega í krók og kring þá komst hann ekki að neinni annarri niðurstöðu en þeirri, að sjúklingurinn yrði að hafa full- kominn frið og ró. Klukkan tvö snæddi Corambeau hádegisverð með konu sinni og var þá af- burða stimamjúkur og kurteis. „Þér hafið mjög sterk áhrif á mig, frú mín góð, og ég stenzt með naumindum aðdráttarafl yðar. Yndisþokki yðar er tak- markalaus, og með hverri mín- útu sem líður uppgötva ég nýja þætti, geðþekkari og unaðslegri en mig hefði getað dreymt um í fari yðar, rödd yðar hrífur mig og leysir tilfinningar mínar úr læðingi, og ég er sannfærður um að við verðum mjög hamingju- ------------------ Bergmál söm. Leyfið þér að ég kyssi hönd yðar?“ Hann hafði endurheimt alla sína viðkvæmni og tilbeiðslu frá því að þau voru í tilhugalífinu, endurheimt allt það sem þrettán ára hjónaband hafði máð brott. Hann lagði sig allan fram um það að geðjast Germaine. Hann töfraði hana á ný, eins og hann eitt sinn hafði töfrað hana er þau hittust fyrst. „Ég óttast það eitt, að svo muni virðast að ég elski yður minna í dag en ég hlýt að hafa gert í gær.“ „Ég bið yður að hafa engar áhyggjur af því,“ svaraði Ger- maine í flýti. „Sjálfri finnst mér eins og einhver þrá og eftir- vænting streymi um mig alla, eftirvænting sem á engan hátt er óþægileg. Við erum boðin út til kvöldverðar hjá Delawairs- hjónunum.“ „Delawair’s?“ „Já, það er náfrændi þinn og kona hans.“ „Getum við ekki afþakkað boðið. Getum við ekki bara verið hérna heima. Þegar fer að skyggja þá skal ég lesa fyrir yður kvæði. Ó! Má ég sjá fót yðar. Ég hafði ekki veitt athygli hinum dásamlegu fótum yðar, þeir eru unaðslegir. Ég gleðst 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.