Bergmál - 01.12.1955, Side 27
Bergmál
1955
'<s>---------------------------e>
Eftir þessari sögu var nýskeð
gerð Republic-kvikmynd og voru
aðalleikararnir í þeirri mynd GIG
ÍOUNG, MALA POWERS, WILL-
IAM TALMAN og EDWARD
ARNOLD.
Kvikmyndasaga þessi er spenn-
andi og atburðaríkur harmleikur,
sem gerist á einni nóttu í einhverri
stórborg. Myndirnar, sem fylgja
sögunni í Bergmáli eru teknar úr
kvikmyndinni, sem Republic-
félagið gerði.
J>-----------------------------1
Þessa nótt í lífi stórborgar-
innar var að minnsta kosti eitt
hverfi sem ekki svaf, frekar en
vant var. Madison Street var
mikil umferðargata og að mörgu
leyti sérkennileg. Við hana
stóðu bæði stór og skuggaleg
vörugeymsluhús og hrörlegir,
gamlir leiguhjallar, en inn á
milli voru glæstir, skrautlegir
næturklúbbar, veitingahús og
aðrir skemmtistaðir, og enginn
skemmtistaður var eins skraut-
lega upplýstur, gljáfægður og
glitrandi, eins og Flamingó-
klúbburinn.
Flamingó-klúbburinn dró til
sín mikið af gestum, með skrauti
sínu og glæstum útbúnaði, enda
var það staðreynd að þar var
ódýrt að skemmta sér og vand-
að var til sýningaratriða. Flest
kvöld var hægt að hlusta þar á
söng og hljóðfæraleik, eða horfa
á dans og leiksýningar endur-
gjaldslaust. Uppi yfir götudyr-
um klúbbsins var hátalari sem
auglýsti lystisemdir skemmti-
staðarins, en auk þess bauð
mönnum að taka þátt í getraun,
sem sýnd var í sýningarglugga
við innganginn í klúbbinn, en
þeir sem voru svo heppnir að
ráða þessa getraun á réttan hátt
voru boðnir og velkomnir, sem
gestir klúbbsins það kvöld.
í þessum sýningarfflugga var
einnig nokkuð, sem dró athvgli
vegfarenda að sér. Það var mað-
ur í fullri líkamsstærð, sem
virtist vera vélrænn. Það glamp-
aði á iárngrímuna og augun voru
starandi, en þessi vélræni mað-
ur pataði og benti, bæði með
fótum og handleggium og
alltaf voru það sömu hreyfing-
arnar upp aftur og aftur. En
sannleikurinn var sá að þessi
maður var í raun og veru ekki
vélrænn, heldur lifandi maður,
enda þótt að eigendur skemmti-
staðarins ályktuðu réttilega að
fáir væru þeir, sem að gizkuðu
á sannleikann í því tilfelli. En í
stórborginni eru listamennirnir
25