Bergmál - 01.12.1955, Síða 31
B ERGMÁL
1 9 55 -----------------------
sjálfsmeðaumkun. Fyrir löngu
síðan hafði Johnny tamið sér
það að hlusta á hvininn, þennan
sérkennilega raddblæ, án þess
að heyra orðaskil.
Hann opnaði skúffu í borðinu
og tók þaðan nafnspjald, sem
var gyllt á röndum, en á því
stóð aðeins Penrod Biddel og
auk þess símanúmer. í þessari
borg þurfti eigandi nafnspjalds-
ins ekki að gera nánari grein
fyrir atvinnu sinni eða þjóð-
félagsstöðu. Hann var frægasti
sakamálalögfræðingurinn á þess-
um tíma.
Johnny velti kortinu nokkrum
sinnum milli handa sér, því
næst tók hann upp símann og
hringdi í þetta númer, sem stóð
á spjaldinu. Hringingunni var
svarað næstum samstundis,
þjálfuð, þægileg og ákveðin
karlmannsrödd muldraði „Pen-
rod Biddel.“
„Þetta er Johnny Kelly, ég
hefi breytt um skoðun, ég ætla
að taka tilboði yðar.“
Svolítið hláturshnegg heyrð-
ist í símanum. „Ég var næstum
viss um að þú mundir ganga að
því. Ég vil gjarnan hitta þig hér
í íbúð minni, getur þú komið
hingað í kvöld?“
Johnny játaði og sleit samtal-
inu. Penrod Biddel var vanur
því að tilboðum hans væri tekið
athugasemdalaust.
Johnny sat grafkyrr eitt and-
artak, því næst tók hann sér
pappír og umslag og fór að skrifa
eitthvað með styrkri hendi og
ákveðinn á svip. Það var upp-
sagnarbréf stílað til lögreglu-
stjórans. Hann var að segja upp
starfi sínu. Er hann hafði skrif-
að nokkrar línur hætti hann
skyndilega, vöðlaði pappírnum
saman og kastaði honum frá
sér, því næst byrjaði hann að
skrifa á nýja örk. Sönglandi
óánægjurödd tengdamóður hans
barst inn til hans framan úr eld-
húsinu, gremjusvip brá fyrir á
andliti hans, en að nokkurri
stund liðinni virtist hann hafa
lokið bréfinu.
Tíminn leið óðfluga. Hann
hraðaði sér í einkennisbúning-
inn og fór út. Er hann kom fram
í stigann var svo mikill asi á
honum, að hann hafði nærri
rekizt á Kathy. Hún var hæg-
gerð og geðþekk kona, mjög
lagleg, en jafnframt voru þreytu-
drættir í andliti hennar sem
sljófguðu svip hennar og drógu
úr fegurðinni.
Þegar hún sá Johnny birti
yfir svip hennar og hún tók um
handlegg hans.
29