Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 32
Desember
Bergmál ---------------------
„Ég þarf að tala svolítið við
þig, Johnny,“ sagði hún lágt.
Hann hörfaði frá henni. „Ég
held að þú hafir talað út í gær-
kvöldi, og ef eitthvað hefir verið
ósagt þá er móðir þín áreiðan-
lega búin að margtyggja það,
því að hún hefur ekki tekið
sér málhvíld síðan ég kom
inn.“
Hún gekk af stað á eftir hon-
um niður stigann. „Farðu ekki
alveg strax. Lofaðu mér að segja
eitt orð við þig,“ sagði hún biðj-
andi.
Hann horfði á hana nokkra
stund, eins og hann væri á báð-
um áttum, hugur hans var allur
í uppnámi. því næst beygði hann
sig í áttina til hennar og kyssti
á kinn hennar. Eitthvað í hreyf-
ingum hans og framkomu skelfdi
hana. Hann var svo óvenjulega
hátíðlegur og einkennilegur á
svip. Hún stóð góða stund eins
og hún væri negld niður og ein-
hver kvíði settist að henni, ein-
hver fyrirboði óvæntra atburða,
á meðan hún sá hann hraða sér
niður stigann. Hún fann til enn
meiri þreytu en áður og vissi að
sér þýddi ekki að elta hann og
því gekk hún hægum skrefum
inn í íbúð sína.
Strax og hún kom inn sá hún
samanvöðlað blað við borðið, og
vakti það athygli hennar. Hún
gekk inn að borðinu og tók
blaðið upp. Hún sléttaði úr því
og á meðan hún var að því jókst
kvíði hennar. Hún las eftirfar-
andi setningu: „Herra lögreglu-
stjóri. Ég vil hér með tilkynna
yður þá ákvörðun mína ....“
Það gátu verið mörg hundruð
ástæður fyrir því að lögreglu-
þjónn skrifaði svo formlega til
yfirmanns síns, en Kathy fannst
samt sem áður að hún vissi fyrir
víst hvernig framhald þessarar
setningar hafði átt að vera.
Örvæntingin greip hana helj-
artökum og hún mundi í svipinn
aðeins eftir einum einasta
manni, sem gæti skilið hana og
orðið henni til hjálpar, það var
faðir Johnnys. Faðir Johnnys
var aldurhniginn, gráhærður
foringi í lögregluliði borgar-
innar. Hann elskaði tengda-
dóttur sína næstum eins mikið
og hann elskaði son sinn.
Hann var í trúnaðarstöðu hjá
lögreglunni og aðalstarf hans var
næturvaktir og var hann jafnan
óeinkennisklæddur. Hún hrað-
aði sér niður á stöðina til þess
að ná tali af honum, áður en
hann færi á vakt.
Kelly, tengdafaðir hennar,
fullyrti, að það væri útilokað að
sonur hans væri að hugsa um
30