Bergmál - 01.12.1955, Side 33
1955
BercmAl
að segja upp starfi sínu hjá lög-
reglunni.
„Ég er viss um að það er ekki
rétt ályktað hjá þér,“ sagði hann.
„Það er ekkert sérstakt, sem
amar að Johnny. Hann á að vísu
til að vera svolítið mislyndur
eins og hver annar, en hann er
traustur og öruggu maður,
Kathy.“
En þegar hún hafði kvatt
hann þá ákvað hann samt að
fara og tala við Johnny og hann
sá að hann mundi ef til vill geta
náð honum á stöðinni áður en
hann færi á vakt. Lögregluþjón-
arnir voru einmitt að hafa
vaktaskipti þegar gamli Kelly
kom. Hann gekk til sonar síns
og brosti til hans ástúðlega.
„Ég var staddur hér niður á
stöðinni af tilviljun. Mér datt
í hug að leita þig uppi, sonur
sæll,“ sagði hann. „Ég ætla að
ganga út að bílskúrnum með þér.“
Johnny sagði fátt og föður
hans fannst skynsamlegast að
segja ekkert heldur. Hann var
óánægður með framkomu sonar
síns, og brátt kom að því að
hann gat ekki orða bundizt.
„Kathy er með áhyggjur þín
vegna,“ byrjaði hann. „Er eitt-
hvað að hjá ykkur, eða er það
eitthvað í sambandi við starf
þitt, eða hvað er það?“
„Það er ekkert út á starfið að
setja,“ muldraði Johnny beisk-
lega. „Ég er þegar orðinn stór-
efnaður af þessum miklu laun-
um. Það er engin smáræðis
glæsileg framtíð sem ég á í
vændum, og þótt þú segir að
Kathy sé áhyggjufull mín vegna
þá er það tómur misskilningur,
ég ætti að vita það bezt. Það
eina sem hún hefur áhyggjur af
er hið mikilsverða starf hennar.
Hún hugsar ekki um annað en
þessa fínu stöðu sem hún hefur,
aldrei kemst neitt annað að.“
„Hún elskar þig, Johnny, það
er allt og sumt,“ svaraði faðir
hans ástúðlega. „En ég hefi ef
til vill gert rangt í því að tala
við þig ástúðlega og vingjarn-
lega. Þér myndi kannske geðj-
ast betur að því að fá eitt vin-
gjarnlegt hnefahögg í andlitið.“
bætti hann við reiðilega.
„Helzt ekki í kvöld, pabbi,“
sagði Johnny og brá fyrir brosi
á andliti hans.
„Reyndu þá að hrista af þér
ólundina,‘“ sagði gamli maður-
inn.
„Sjálfsagt," sagði Johnny og
klappaði vingjarnlega á öxlina
á gamla manninum. „Hafðu
engar áhyggjur mín vegna,“
bætti hann við.
Framh. á hls 35.
31