Bergmál - 01.12.1955, Side 35

Bergmál - 01.12.1955, Side 35
B E R G M Á L 1955 AVA GARDNER. fyrir að hann myndi fá, eftir fyrstu sigurförina árið 1938. Höfuðorsökin til þessa var sú að hann var í raun og veru alltof ungur til þess að grípa þau tækifæri, sem hann hefði átt að geta gripið, því að hann var aðeins tvítugur er hann skyndilega stóð í frægðarljómanum. Auk þess var hann of hlédrægur til þess að olnboga sig áfram og grípa þau tækifæri, sem hann hefði átt að geta fengið, ef þau lágu ekki alveg fyrir fótum hans. En hamingjan varð honum hliðholl er hann hitti • kvikmyndastjórann Billy Wilder, en hann hafði skrifað kvikmyndahandrit, sem sýndi Holly- wood í eins konar spéspegli. Aðalhlut- verkið var beinlínis skrifað fyrir Montgomery Clift, en Clift sagði ákveðið nei við tilboðinu. Eftir það reyndi Wilder marga aðra kvik- myndaleikara í hlutverkinu en eftir að hann hitti William Holden vissi hann að hann hafði náð í rétta mann- inn fyrir þetta hlutverk. „Sunset Boulevard", varð upphafið að langri röð kvikmynda með William Holden í aðalhlutverkinu. Hann lék til dæmis á móti Judy Holliday í leik- ritinu „Fædd í gær“, og hann lék fang- ann í kvikmyndinni „Fangabúðir númer 17“. Fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk hann Oscarverðlaunin. Enn fremur lék hann „stælgæjann“ á móti Audrey Hepburn í „Sabrína" og ný- skeð hefir hann lokið við að leika í

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.