Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 36
Desember
\
B E R G M Á L
tveim myndum á móti Grace Kelly,
en það eru myndirnar „Brýrnar við
Toko-Rí“, og „Maðurinn, sem þú gaíst
nier“. Þá er hann einnig að leika í
mynd á móti Jennifer Jones.
Þegar talið berst að öllum þeim
ástarhlutverkum, sem Holden hefur
leikið, sem fyrsti elskhugi, þá segja
Hollywoodbúar að hann hafi kysst
fleiri fallegar kvikmyndaleikkonur,
en nokkur annar leikari. Auk þeirra
sem þegar hafa verið nefndar hefur
hann til dæmis leikið á móti Ginger
Rogers, June Allyson, Susan Hayward,
Anne Baxter, Dorothy Lamour og
orðið að khúskyssa þær allar.
En þrátt fyrir það, að hann hafi
fengið að kyssa allar þessar glæsilegu
Hollywood-leikkonur hefir Holden
aftur og aftur lýst því yfir að hann
geti ekki hugsað sér ömurlegra held-
ur en þessar ástarsenur. „Ég myndi
miklu fremur vilja mylja grjót í
hundruðum kvikmynda, eins og í
fangelsismyndinni, heldur en að þurfa
að sýna ástríðu og ást í leik iftínum."
í ástarsenum verður leikarinn að
treysta að öllu leyti á hugmyndaflug
sitt, eðlishvöt og smekk, því að fólk
lætur yfirleitt ekki í ljósi opinberlega
slíkar tilfinningar. í hverju öðru at-
riði sem kvikmyndaleikari kemur til
með að leika hefur hann jafnan eitt-
hvað sem hann hefir séð eða lesið um,
til að styðjast við, svo að áður en hann
gengur fram á leiksviðið hefur hann
nokkurn veginn gert sér glögga grein
fyrir því hvernig eigi að leika það
hlutverk, sem honum er fengið. í
ástarsenunum aftur á móti verður
maður eingöngu að treysta á sína
eigin hugkvæmni," segir William
Holden og andvarpar.
En þrátt fyrir þessar umkvartanir er
ekkert útlit fyrir annað en að hann
verði að þola það enn um hríð að leika
ástarsenur fyrir framan kvikmynda-
vélina, því að aðdáendaskari hans
myndi aldrei leyfa honum að eyða
hæfileikum sínum í neitt sem væri
jafn órómantískt eins og að mylja
grjót.
Maður nokkur hringdi á lögreglu-
stöðina og sagði að þjófar hefðu kom-
izt í bílinn sinn.
„Þeir hafa stolið stýrishjólinu,
bremsunni, benzíngjöfinni, og mæla-
borðinu öllu.“
Lögregluvarðstjórinn lofaði því að
þetta mundi verða rannsakað, en þó
varð ekkert af þvi, því að aðeins
nokkrum mínútum síðar hringdi sím-
inn á ný. Það var sami maðurinn.
„Þér þurfið ekki að leita að þjófn-
um,“ sagði maðurinn, og var nú með
hiksta. „Ég hafði farið inn í aftur-
sætið í ógáti.“
★
Maður nokkur á mótorhjóli ók
skyndilega út af veginum, beint yfir
dálítinn grasflöt, þaut í gegnum girð-
ingu, og stöðvaðist að lokum á stein-
vegg. Mótorhjólið fór í smá-mola, og
sjálfur var hann allur meira og minna
skrámaður, eða svo fannst honum að
minnsta kosti er hann raknaðí úr rot-
inu. Þegar hann opnaði augun sá hann
litla telpu sem stóð við hlið hans og
hélt í höndina á yngri bróður sínum.
„Manni,“ sagði litla telpan. „Viltu
gera þetta aftur. Hann Árni litli hefur
aldrei hlegið svona mikið fyrr.“
34