Bergmál - 01.12.1955, Síða 46
Desember
B E R G M Á L
Hún var lafmóð og greip andann á lofti, en reikaði þó stöðugt
áfram, þar til gripið var harkalega í öxl hennar. Hún féll sam-
stundis til jarðar og lá máttfarin í götunni.
21. kafli.
Tálbeitan.
Christine lá grafkyrr á jörðunni með lokuð augun og gekk upp
og niður af mæði. Hún var algjörlega máttvana eftir þennan síðasta
endasprett.
Er hún loks opnaði augun beygði doktor Faber sig yfir hana,
en að baki hans stóðu félagar hans í hóp, hörkulegir og grimmdar-
legir menn, klæddir bláum sjómannsbúningum og í sjóstígvélum.
„Standið á fætur,“ skipaði doktor Faber, og einhvern veginn
tókst Christine að standa upp, þótt henni finndist allt hringsnúast
fyrir augum sér.
Doktor Faber gerði enga tilraun til þess að rétta henni hjálpar-
hönd, og ekki var að sjá neina samúð í hörkulegum augum hans
er hann horfði á hana. Hann var nú algjörlega óþekkjanlegur sem
hinn glaðlyndi, smávaxni læknir, eins og hún hafði kynnzt hon-
um heima í hælinu. Djúpir hörkudrættir sáust í kringum munn
hans og augnatillit hans var kalt og fjandsamlegt.
„Þetta var heimskulegt af yður, doktor Dunbar,“ sagði hann við
hana. „Meira að segja mjög heimskulegt. Þér gerið þó ekki ráð
fyrir að ég leyfi yður að koma í veg fyrir að ákvarðanir mínar
nái fram að g'anga, eða hvað?“
Christine starði á hann skelfingu lostin og orðlaus.
„Ég skil yður ekki.“
„Ekki það?“ sagði hann og brosti grimmdarlega. „Ég geri ráð
fyrir að þér hafið legið á hleri góða stund, og þér munið án efa vita
það, nú, að vinur yðar Mordaunt er ennþá þarna inni í hellinum.
Við ætlum að ná honum á lífi, og við megum engan tíma missa.
Komið þér.“
44