Bergmál - 01.12.1955, Side 48

Bergmál - 01.12.1955, Side 48
Desember B E R G M Á L fyrirlitningu. „Og hvað gerist, ef ég neita að ginna hann í gildr- una?“ Faber hleypti í brýrnar svo vart sást í augu hans. „Þá neyðist ég til að skjóta yður og Mordaunt líka. Ég get fullvissað yður um að ég er óhræddur við það. Að vísu ieiða skothvellirnir lögreglu- mennina hingað, en ég verð ekki í neinum vandræðum með að gefa þeim fullnægjandi skýringu. Hinn óði maður réðist á okkur og skaut yður, svo að við urðum að skjóta hann.“ Það fór hrollur um Christine er hún leit í andlit Fabers. Þar var enga miskunn að sjá. Aðeins grimmd og illmennsku. Hann myndi auðsjáanlega ekki láta einn né neinn standa í vegi fyrir að fyrirætlanir hans kæmust í framkvæmd. Einn af mönnunum, sem stóðu við hlið hans, þrekvaxinn og hörkulegur náungi, sagði eitthvað í hálfum hljóðum og dró fingur yfir háls sér. Faber gaf honum merki um að þegja. „Vinir mínir eru mjög að flýta sér,“ bætti hann við ógnandi. „Og við viljum ná Mordaunt lifandi ef nokkur möguleiki er á því.“ „Hvers vegna viljið þið ná honum lifandi?11 neyddi Christine sjálfa sig til að spyrja. „Hvað verður um Tona, ef ég geri eins og þér hafið óskað?“ Doktor Faber virtist mjög óþolinmóður. „Mordaunt er föðurlandssvikari. Hann komst inn í það land, sem mér veitist sá heiður að þjóna. Komst þangað sem flóttamaður og bað um vernd, sem pólitískur flóttamaður. Honum var veitt sú vernd og honum var treyst og vel með hann farið á allan hátt, en hann endurgalt það traust með svikum.“ „Við ætlum að hafa hendur í hári hans til að láta hann standa reikningsskap gerða sinna, og þess vegna er þessi mótorbátur kom- inn hingað, til að flytja hann á brott. Nokkrum klukkustundum eftir að hann fer héðan í mótorbátnum verður hann fluttur yfir í gufuskip, sem heldur beina leið til vissrar hafnar. Þar verður hann leiddur fyrir rétt og ég get fullvissað yður um að mál hans fær eðlilega dómsmeðferð, og í versta lagi þá lendir hann í fanga- búðum nokkra mánuði.“ Leiddur fyrir rétt,“ endurtók Christine æst. „En hann er veikur. Hann er .... “ — 46

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.