Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 50
Desember
Bergmál -------------------------------------
Hún kinkaði kolli og kom ekki upp nokkru orði.
„Komið þá þessa leið.“
Hann hélt enn um handlegg hennar og hálf dró hana með sér inn
í hellismunnann og að nokkrum klettasyllum þar sem virtist vera
hægt að klifra upp undir þak hellisins.
,,Þá getið þér farið að klifra á ný, doktor Dunbar. Og munið það
að ég verð aftan við yður með þetta hérna,“ sagði hann og sýndi
henni skammbyssuna, sem hann hélt á í hendinni. „Hin minnsta
tilraun til undankomu, eða eitt orð af vörum yðar til aðvörunar
verður endurgoldið með því að ég skýt yður fyrst og síðan hann.“
Christine klifraði áfram í myrkrinu, aldrei mundi hún verða svo
gömul að hún gleymdi þessu kvöldi. Hendur hennar voru rifnar
og blæðandi af hvössu grjótinu, en hægt og erfiðlega hélt hún samt
áfram, en doktor Faber kom fast á eftir henni, og grimmdarleg
rödd hans rak hana áfram miskunnarlaust ef hún hikaði við, eða
reyndi að hvíla sig.
Brátt komu þau upp undir brún klettanna og þá skipaði hann
henni að byrja að klifra niður á við aftur þar til Christine var að
lokum komin niður á svolitla klettasyllu framan við koldimman
hellismunna, en þar inni faldi Tony sig, eftir því sem Faber sagði
henni. Þessi klettasylla var framan á þverhníptum björgum og sá
hún aðeins upp í heiðan himininn og sjó á þrjár hliðar. Hún hevrði
skvampið niðri í fjöruborðinu fyrir neðan sig og sá klettanibbur
upp úr sjónum hér og hvar.
Christine féll niður á klettasylluna titrandi frá hvirfli til ilja og
hið eina sem hún gerði sér Ijóst var það, að þessi hræðilega ferð
hennar væri nú á enda. Doktor Faber stökk niður á sylluna við hlið
hennar og var hann mjög móður eftir áreynsluna. Á klettasnös
fyrir ofan þau biðu tveir af hinum útlendu sjómönnum og sá Christ-
ine að annar þeirra hélt á riffli í höndum sér.
„Standið á fætur,“ skipaði Faber. „Farið inn í hellismunnann og
kallið til Mordaunts. Segið honum hver þér eruð og að þér séuð
alein. Við munum fylgjast vel með öllum hreyfingum yðar, og ef
þér gerið nokkra minnstu tilraun til þess að vera með hrekki .... “
Hann lauk ekki við setninguna, en benti upp til hermannanna
tveggja. „Haldið áfram,“ sagði hann svo.
48 —