Bergmál - 01.12.1955, Side 53

Bergmál - 01.12.1955, Side 53
B E R G M Á L 1 9 5 5 ---------------------- engin áhrif hafa á var Pandos sjálfur. Hann stóð og hallaði sér upp að stúkunni, óbifanlegur og svipbrigðalaus eins og hann hefði ekkert heyrt. Askan á vindlingi hans varð lengri og lengri, nú hékk hún í boga, en datt fyrst er Pandos spýtti á ská út um munnvikið yfir skrif- borðið og niður í einka spýtu- bakka forsetans. Og ef hægt var að lesa nokkuð út úr svipn- um á hinu þeldökka andliti hans, sem var skorpið og hrukk- ótt eftir fjörutíu ára útivist í brennandi sólskini, þá var það meðaumkunartillit til forset- ans og innileg leiðindi yfir öllu þessu málavafstri. Hann hafði reynt að flýta mál- inu með því að játa alla glæpi sína og eina tíu tuttugu í viðbót, sem hann þekkti ekkert til. En þó að málið væri á allan hátt sérstætt, líktist það öðrum mál- um að því leyti að það gat ekki gengið fljótt. Yikum saman höfðu dómararnir klórað sér í hárinu, strokið hökutoppinn og blásið reykjarstrókum út í loft- ið, en án árangurs. Það kom í ljós að ómögulegt reyndist að finna leynidyr fyrir glæpamann- inn á krókaleiðum laganna. Það hefði alveg eins mátt leita að ryði á rifflinum hans. Allir ósk- uðu að hann yrði sýknaður, en vissu jafnframt að kviðdómur heiðarlegra manna hlaut að úr- skurða hann sekan. Það var ekki sízt að þakka Pandos sjálfum að kviðdómendur voru allir heið- arlegir menn. Loksins var þessu lokið. Pandos varp öndinni léttara og kinkaði kolli til forsetans hvers andlit mimpraði af trega eins og hjá manni sem af slysni hefur skotið bezta vin sinn. Tonio, skrifari réttarins, hljóp til og rétti Pandos nýjan vindl- ing og fangavörðurinn, sem var alveg yfirkominn af sorg, gaf honum eld. Pandos þáði hvort- tveggja og hélt burtu úr réttar- salnum, auðvitað ekki til hins ónotalega fangelsis San Angel- os. Hann var sem sé geymdur í bezta gestaherbergi stjórnar- ráðshallarinnar. Um kvöldið kom yfirfanga- vörðurinn Don Jose í heimsókn til Don Pasquales. Forsetinn tók á móti honum í garðinum, en þar hafði hann setið niðursokk- inn í djúpar hugsanir. „Allt er vonlaust,“ sagði hann með vonleysishreim í málrómn- um, „honum virðist ekki detta í hug að flýja. Þegar ég fór sat hann og sagði Rósitu litlu, dótt- ur minni, ævintýri. Ég lét portið 51

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.