Bergmál - 01.12.1955, Side 54

Bergmál - 01.12.1955, Side 54
Desember B E R G M Á L------------------ standa opið, en ég sá að hann sendi Rositu til að loka því. Þeg- ar við vorum að borða sagði hann mé^ að hann væri orðinn þreyttur á að lifa utan við lög og rétt. Eða með öðrum orðum: Það eru ekki fleiri til að drepa. Þeir sem eftir lifa eru allir ágætir vinir hans og allir eru svo heiðarlegir, meira að segja stjórnmálamennirnir, fullyrðir hann.“ „Vill hann heldur ekki reyna að komast til útlanda?“ spurði forsetinn niðurdreginn. „Hann vill heldur láta lífið en yfirgefa San Angelo,“ svar- aði Don Jose. „Og það endar víst með því. Það er þegar verið að safna fé til að gera þonum minnisvarða — Pandos sitjandi í söðlinum á 'hryssunni sinni sveiflandi barðastóra hattinum og horfir stoltur út yfir hinar kæru gresjur.“ Don Pasquales saug upp í nefið hrærður og með tárvot- um augum starði hann yfir hin flötu þök borgarinnar. „Hann skal standa á aðaltorgi borgarinnar,“ sagði hann, „beint á móti San Marino kapellunni og innanum blessaðar litlu dúf- urnar.“ Það tók alllangan tíma að gera styttuna og þar sem enginn lista- maður vildi taka að sér að gera hana eftir minni, varð að fresta aftökunni þangað til verkinu væri lokið. í þrjú áhyggjulaus ár lét Pandos fara vel um sig í bezta gestaherbergi stjórnar- hallarinnar eða þá að hann ráp- aði um hallargarðinn og skemmti börnum og unglingum með því að skjóta niður sítrónur með sexhleyptu skammbyss- unni sinni. Loks var verkinu lokið. Það var úr skínandi marmara og svo líkt að meira að segja hinn járn- harði Pandos komst við, er hann afhjúpaði minnismerki sitt að viðstöddum miklum en þögul- um fólksfjölda. Á fótstallinum stóð með gullnum stöfum: „Pandos og réttlætið.“ Viku síðar var hann færður inn í fangelsisskrána til heng- ingar. Daginn fyrir aftökuna sagði böðullinn upp stöðu sinni. Forsetinn andvarpaði þegar Tonio kom himinglaður og sagði honum þessi tíðindi. „Síðast þurftum við að hækka laun hans þrisvar áður en hann fengi sig til að taka af lífi fjölskyldu- föður sem átti þrjú smábörn. Það er erfitt að fá böðul í þessu landi. Við drepum stundum í 52

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.