Bergmál - 01.12.1955, Síða 56
Desember
Bergmál ----------------------
myndir þú vilja taka að þér eitt-
hvert borgaralegt starf. Er þetta
rétt?“
Pandos blés frá sér stórum
reykjarstrók og kinkaði kolli.
Forsetinn leit ánægður á
ríkisráðsmenn, en gaut kvíða-
fullu augnaráði á þennan mikla
glæpamann áður en hann hélt
áfram: „Vér getum náðað þig,
svo framarlega sem vér erum
vissir um að þú verðir nytsam-
ur þegn San Angelo, þ. e. a. s.
nytsamur á löglegan hátt.“
Pandos íhugaði þetta vand-
lega. Ríkisráðið stóð á öndinni
af eftirvæntingu.
„Tja,“ sagði hann. „Ef til er
eitthvað löglegt starf sem ég
kann og sem hæfir karlmanni.“
„Það er einmitt til slíkt starf,“
sagði forsetinn og Ijómaði af
gleði. „Ríkið vantar einmitt
mann með þína ágætu hæfileika,
mann sem menn virða, mann
sem er bæði handsterkur og sem
hefur göfuga skapgerð, er klár
og kaldur og hefur hjartalag
sem ann málefni réttlætisins og
— eh —“
„Starf sem böðull?“ spurði
Pandos.
„Einmitt," stundi forsetinn
upp.
Allra augu beindust nú að
glæpamanninum sem hugsaði
sitt ráð. Loks mátti sjá að hann
hafði ákveðið sig því hann setti
stút á munninn og spýtti beint
á kakerlaka sem þaut yfir sal-
inn.
„Hr. forseti, háæruverðugu
ríkisráðsmenn, ég tek tilboði
yðar.“
Allir viðstaddir vörpuðu önd-
inni léttilegar. Don Pasquales
lét fallast í stól sinn, sveittur en
ánægður og gætti þess vandlega
að setjast ekki á fót þorparans.
Don Pasquales hafði leyst erfið-
asta vandamálið sem ■ komið
hafði fyrir í stjórnartíð hans:
Frestun aftökunnar án þess
Pandos grunaði neitt. Böðullinn
hafði sagt af sér án þess að hon-
um væri mútað og loks hafði
hann komið Pandos gegnum
einhverja þrengstu smugu lag-
anna án þess að meiða hina við-
• kvæmu réttlætistilfinningu
hetjunnar og án þess að rýra
álit eða traust þessa mikla stiga-
manns á stjórn þeirri sem hann
sjálfur hafði komið til valda.
Það var sannarlega þess vert
að gera sér dagamun vegna þessa
afreks. Um kvöldið komu Don
Jose, Tonio og Pandos sjálfur
saman í forsetagarðinum og
þar gerðu þessir fjórir heiðurs-
menn sér dagamun með því að
tæma flösku af bezta árgangi.
54 —