Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 58
Desember
B E R G M k L----------------
um komizt af upp á gamla mát-
ann hingað til, án þess að bíða
tjón af.“
Hinar konurnar komu einnig
með sínar athugasemdir. Frú
Hope-Carey naut ekki hylli
þeirra. Um leið og Sara Crump
renndi tei í bollann sinn sagði
hún bálvond:
„Ef nefndin hefur gnægð
peninga, sem hún endilega vill
losna við, ætti hún heldur að
nota þá til einhvers sem hlýjar
okkur innvortis. Hvað varðar
okkur um þó hún segi að við
þurfum þetta eða hitt? Ena
hefur á réttu að standa. Gamli
mátinn hefur nægt okkur hing-
að til, án þess nokkurri okkar
hafi orðið meint af. Ölið sem við
fáum með matnum er bragðlaust
gutl. Þau ættu heldur að nota
peningana til einhvers sem gagn
væri að. Og svo eru það brjóst-
sykursmolarnir á laugardögum.“
Hún hallaði sér reiðileg fram á
borðið yfir teketilinn. ,.Á fá-
tækrahælinu í Wilchester,“
hvíslaði hún með áhérzlu. „fá
þær kvartpund lakkrís eða
tyggigúmmí; þær geta fengið
hvort sem þær vilja.“
Allar konurnar hrópuðu upp
yfir sig af undrun og öfund. Þær
voru í svörtum kjólum með
hvítar smekksvuntur og hvítan
rykktan kappa á höfði. Engin
þeirra hafði neitt hár svo talizt
gæti nema Sara Crump. Hvort
sem það var vegna þykku, gráu.
fléttanna hennar, hinnar orð-
hvötu tungu hennar eða hinna
dökku, snöru augna, þá var hún
viðurkennd forustukona þeirra.
Það var hún sem varð fvrir
svörum þegar nefndarmeðlimir
komu í heimsókn og hvöttu
konurnar til að bera fram óskir
sínar. Það var henni að þakka,
að þær fengu niðursoðinn lax
á sunnudögum í staðinn fyrir
kaldan, bakaðan fisk. Það var
líka hún sem hafði fengið leyfi
fyrir þær allar, til að mega sofa
í sokkum.
Nú byrsti hún sig:
„Við viljum ekki sjá þetta. Ég
þori að veðja, öllum gimstein-
unum mínum upp á það, að það
er henni að kenna að við fáum
ekki lengur sunnudagsblöðin, og
að það hefur verið hún, sem
hefur útvegað þessar heimsku-
legu, rykktu hettur á okkur.
Hún hefur prestinn alveg í
vasanum, enda sézt hann hér
aldrei orðið. Við viljum ekki sjá
þetta sem hún ætlar að skikka
okkur til að nota.“
„Við getum ekki hindrað
hana í að láta koma því fyrir,“
56 —