Bergmál - 01.12.1955, Side 65
1955
B E R G M Á L
móðguð. Söru hafði tekizt að
koma því inn hjá nefndinni að
hinar svonefndu endurbætur,
sem frú Hope-Cary stóð fyrir
væru aðeins plága fyrir kon-
urnar. Skoðanir um þessar end-
urbætur væru nú einu sinni
skiptar. Skeð gæti, hugsaði
Sara er hún á heimleiðinni
hlakkaði til að fá bolla af reglu-
lega sterku tei, hugsanlegt væri
það, að frú Hope-Cary færi úr
nefndinni.
Allar konurnar biðu heim-
komu Söru í garðinum. Þær
fylgdu henni inn í húsið, þar
sem teborðið var dekkað.
„Sterkt Ida,“ sagði hún móð
þegar Ida tók lokið af tekatl-
inum. „Ég hefi talað lengi og
mikið.“ Hjálpsamar og vingjarn-
legar hendur hjálpuðu henni til
að taka af sér hettuna og skóna.
Þegar allt var tilbúið og kon-
urnar höfðu raðað sér kringum
Söru í eftirvæntingarfullri
þögn, tók hún — eftir að hafa í
snatri hellt í sig úr þrem undir-
skálum af tei — að lýsa eldraun-
inni á fundinum. Áheyrendurnir
supu hveljur af æsingu, eftir
því sem leið á frásögnina. Loks
gat Lizzi ekki lengur á sér setið;
með titrandi röddu spurði hún
í bænarrómi:
„Segðu okkur nú Sara, hvort
þau lofa okkur að hafa gamla
staðinn okkar.“
„Já, segðu okkur það!“ hróp-
uðu hinar konurnar.
Sara leit á kökudiskinn, sem
óðum tæmdist. Hún hafði alls
ekki fengið tíma til að borða-.
Þess vegna sló hún nú botn í
frásögn sína.
„Já,“ sagði hún lágt og ein-
læglega, „við fáum að hafa
hann áfram.“
Konurnar vörnuðu öndinni
léttara. Allar hugsuðu þær hlý-
lega til gamla staðarins með
kaninuskinninu á • setunni.
„Og það sem er ennþá betra,“
sagði Sara, „ég hefi miklar vonir
um að frú Hone-Cary dragi
sig í hlé frá störfum í nefnd-
inni.“
Hún hafði á réttu að standa.
Frúin lét stuttu síðar af störf-
um í nefndinni til að helga
krafta sína stjórnmálum. Orð-
rómurinn sagði að hún yrði í
kjöri fvrir íhaldsflokkinn við
næstu kosningar. Þegar heim-
sókn er á fátækrahælinu, varna
konurnar þar oft fram smá ill-
kvitnislegum athugasemdum um
hana og ef heimsækjandinn er
einhver góðkunningi þeirra
sýna þær hið fræga ónotaða sal-
erni, sem nú er mjög úr sér
gengið.
63