Goðasteinn - 01.09.2005, Page 21
Goðasteinn 2005
seinni hluta nítjándu aldar. Þessari hefð er fylgt svo vel eftir að Edinborgarbúar
geta stillt úrin sín eftir henni. Miklar serímóníur eru viðhafðar, og embættismenn í
fullum skrúða ganga að byssunni eftir kúnstarinnar reglum og þegar búið er að
undirbúa skotið fellur dauðaþögn á viðstadda og gífurleg spenna myndast í lofti.
Síðan, nákvæmlega klukkan eitt, er hleypt af og það fer sannarlega ekki framhjá
neinum. Hvorki okkur sem stóðum í kastalanum og ekki heldur á sveitabæ í
Austur-Landeyjum því ein Freyjukona var að tala við manninn sinn í símann
þegar skotið var af byssunni og brá henni svo mikið að hún veinaði upp um leið
og skotið reið af.
Að þessu loknu var okkur smalað aftur upp í rútuna og ekið um elsta borgar-
hlutann. Þar sáum við margar merkilegar byggingar og þar á meðal mjög lítil
grænmáluð krá sem bar nafnið „Síðasti dropinn“. Ekki er nafngiftin komin til af
góðu, en þangað voru stúlkur færðar sem höfðu fengið á sig dóm vegna galdra og
þar fengu þær síðasta snafsinn áður en dómnum yrði fullnægt. Einnig sagði
fararstjórinn okkur merkilega sögu af hundi nokkrum sem liðsforingi einn átti, en
þeir höfðu þann háttinn á að koma alltaf á krána á ákveðnum tíma, fengu sér
hressingu og fór svo heim ávallt á sama tíma. Þegar svo liðsforinginn dó, lá hund-
urinn á leiðinu hans allan sólarhringinn en hélt þeirri venju að mæta á krána á
tilsettum tíma, fékk þar að borða og fór síðan til baka og lagðist á leiðið og þess-
um hætti hélt hann til dánardags.
Því næst lá leiðin að Holyrood höll sem er opinber bústaður Elísabetar drottn-
ingar þegar hún er í borginni en hún dvelur í höll sinni ávallt í einhvern tíma á
sumi'in. Ekki var laust við að okkur hafi fundist sem við hefðum stokkið inn í ein-
hvern ævintýraheim þegar gengið var eftir hverri stássstofunni á fætur annarri,
máluð og útskorin listaverk í loftunum, útskurður og útflúr á veggjum ásamt stór-
kostlegum, ofnum veggteppum og íburðarmiklum húsgögnum.
í hallargarðinum var lítil, falleg bygging, en afskaplega sérkennileg. Nokkurs
konar smækkuð útgáfa af kastala. Þessi bygging var á öldum áður baðhús drottn-
ingar. Öðru hvoru tók hún sig til og fór í gott bað og þá var nú ekkert slor í gangi,
heldur baðaði hún sig upp úr fínasta rauðvíni. Drottning hafði viðskiptavitið í
góðu lagi því eftir baðið lét hún tappa baðvatninu á flöskur og seldi almúganum á
götum úti, eflaust á góðu verði, en vara þessi naut víst töluverðra vinsælda.
Einnig skoðuðum við rústir af hallarkapellunni sem hafði verið sprengd í síðari
heimsstyrjöldinni og ákveðið var að endurbyggja hana ekki heldur láta rústirnar
standa til að sýna komandi kynslóðum hvaða afleiðingar og eyðileggingar stríðs-
rekstur ber með sér.
Því næst var farið í rútuna og upp á hæð í borginni þar sem við sáum mann-
virki mikið sem óneitanlega minnti á gríska hofið í Aþenu. Einhverntíma hafði
staðið til að reisa þarna fallega byggingu sem átti að verða merki Edinborgar en
-19-