Goðasteinn - 01.09.2005, Page 25

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 25
Goðasteinn 2005 við að þjónustunni þætti nokkuð misskipt við borðið og óneitanlega fengu sumir kvenfélagsmeðlimir elskulegri þjónustu en aðrar, hinum til mikillar kátínu. Á þessum tímamótum hvarflaði hugurinn heim og til þeirra aðstæðna sem stofnendur kvenfélagsins bjuggu við fyrir 70 árum síðan og þeirra líf snerist um. Trúlegt er að þær hafi verið með okkur í anda og tekið þátt í gleðinni þó aðstæður þessar kæmu þeim áreiðanlega nokkuð spánskt fyrir sjónir. Að máltíð lokinni ákváðu flestar að ganga heim á hótel en nokkrar tóku leigubíl. Gaman var að rölta heim á hótel í kvöldmyrkrinu og setjast svo inn á hótelkrána og skála fyrir kven- félaginu. Tíndumst við svo ein af annarri upp á herbergi og höfum áreiðanlega allar sofnað með bros á vör eftir langan en skemmtilegan dag. Rann nú laugardagurinn upp og var veðurútlitið frekar þungbúið en í dag ætlaði hluti hópsins að fara í útsýnisferð út fyrir borgarmörkin og líta hinar margfrægu skosku heiðar. Hinn hluti hópsins ætlaði hins vegar að eyða deginum í borginni, skoða sig um og jafnvel að versla svolítið ef tækifæri gæfist til sem vafðist að sjálfsögðu ekki fyrir okkur. Kvenfélagsmeðlimir týndust niður í morgunmat og ekki laust við að veðurfarið virtist hafa haft áhrif á einhverjar sem fengið höfðu styttri nætursvefn en aðrar, nokkuð lágskýjað á köflum, en þegar leið á morguninn fór að rofa til og eftir góðan kaffibolla var útlitið bara nokkuð bjart. Sveitaferðarkonur stigu upp í rútu og síðan var haldið af stað sem leið lá, beint út úr borginni. Meðan ekið var, benti fararstjórinn okkur á margvíslegar byggingar, skólahúsnæði og annað markvert. Eftir því sem lengra var farið sá maður vel hve Edinborg stendur í miklum halla en í raun og veru er hún á nokkr- um hæðum. Kjartan fararstjóri lýsti umhverfinu fyrir okkur, tengdi það sögu Skotlands og einnig ýmsum bókmenntum og sögnum sem mörg okkar könnuðust við. Byrjað var á að heimsækja hinn fallega Stirling-kastala sem Skotar og Englendingar börðust löngum um, en hann stendur upp á hæð og gott útsýni er úr kastalanum til allra átta. Kvikmyndin Braveheart var einmitt tekin upp á þeim slóðum og sagði fararstjórinn að eitt af skylduverkefnum Skotlandsfara væri að sjá þá mynd. Fengum við að ganga um og skoða kastalann. Byrjuðum á að fara í eldhúsið sem var niðri í kjallara. Þar var búið að útbúa nokkurs konar leikmynd þar sem var eldabuska, vikapiltur og vinnumenn, matvæli á borðum og hangandi niður úr loftinu, pottur á hlóðum, mjólkurpollur á gólfi sem köttur var að lepja og svo mætti lengi telja. Samhliða voru spiluð til- heyrandi hljóð af segulbandi þannig að það var eins og maður kæmi í átjándu aldar eldhús og dagleg störf væru þar í fullum gangi. Mjög skemmtileg upplifun. Þar næst gengum við um hátíðarsali þar sem sumar okkar tylltu sér í hásæti og hvíldu lúin bein og skoðuðum við kapelluna. Var hún mikil andstæða við St. Margaret's Chapel í Edinborgarkastala því hér var hátt til lofts og vítt til veggja. -23-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.