Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 35

Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 35
Goðasteinn 2005 öðrum endanum við klett og toguðum svo í hinn endann en þá slitnaði eitt beislið, það var þá tekið burt og aftur var reynt á bandið eins og við höfðum krafta til en þá þoldi það átakið. Það var fastur siður að reyna bandið áður en það var notað. Einu sinni löngu áður en ég fór að fara til fjalls kom það fyrir þegar átti að fara að nota nýtt sig- band að það hrökk í sundur við að vera slegið til uppi áður en farið var að nota það við sveltistöku. Aðstæður voru nú þannig að mjög brattur sneiðingur lá niður í áttina að hillunni, efst var hann nokkuð gróinn og þar varð að sitja með bandið þó það væri í brattasta lagi, en þegar neðar kom var sandflái sem endaði á berg- brún og þaðan var alveg þvemípt og engan stuðning að hafa af öðru en bandinu. Snærishönkina sem við tókum úr skúmum í Langadal notuðum við að nokkru til framlengingar við beislin þrjú og höfðum það tvöfalt eða þrefalt. Þeir sem að þessu unnu voru Einar Sveinbjarnarson Ysta-Skála, Jón Sigurjónsson Efri-Holtum, Ragnar Guðmundsson Núpi, sem var fjallkóngur í þessari ferð og sá sem þetta ritar. Guðjón Olafsson Syðstu-Mörk. Það kom í minn hlut að fara niður á hilluna, ég þorði ekki annað en að binda hundinn minn við stein uppi áður en ég fór, svo að hann reyndi ekki að elta mig niður. Hann var svo búinn að naga sig lausan þegar ég kom aftur en það kom ekki að sök. Eg fór nú niður í bandinu og lenti á innri eða eystri enda hillunnar. Þá kom í ljós að hún var ekki mjög mjó, að minnsta kosti ekki alls staðar. Eg leysti nú af mér bandið því hillan náði nokkra tugi metra út eftir berginu og endaði þar í bergfláa sem varð brattari og brattari eftir því sem hann náði lengra. Út á þennan fláa fór lambið. Það var strax ljóst að til þess að taka það þar þurfti stuðning af bandi en bergið fyrir ofan var svo hátt að böndin okkar dugðu ekki til þess. Eg fór því að reyna að reka lambið til baka af fláanum með því að kasta smá steinum í bergið fyrir utan það, en ekki dugði þetta enda þurfti það að hlaupa framhjá mér á hillunni. Þá datt mér í hug að nota jakkann minn til þess að reka það burt úr þes- sari stöðu. Ég batt um hann snæri sem ég var með og kastaði honum svo út í bergfláann. Eftir nokkrar tilraunir heppnaðist með þessu að fá lambið til að hlaupa úr fláanum og eftir hillunni til baka. Ég tók það svo í hinum enda hennar, þar gat það ekki komist út í bergið. Þeir sem uppi voru drógu svo lambið upp í bandinu en þegar átti að fara að draga mig upp kom í ljós, sem við vissum reyndar fyrir, að ekki er auðvelt fyrir þrjá menn við slæma aðstöðu að draga upp mann sem er í lausu lofti nema hann hafi aukaband sem fest er uppi til þess að hala sig sjálfur upp að hluta um leið og undirsátursmennirnir draga sigbandið upp. Nú voru líka grófir hnútar á bandinu sem þurftu að dragast yfir bergbrúnina. En við áttum eitthvað eftir af snærinu svo að þetta hafðist þó svo við værum fátækir af böndum. Hæðin af hillunni upp á fláann hefur líklega verið 6-8 metrar og síðan nokkrir metrar upp að neðsta -33-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.