Goðasteinn - 01.09.2005, Side 37

Goðasteinn - 01.09.2005, Side 37
Goðasteinn 2005 oftast settur í vandasömustu göngumar. Hann var líka mjög laginn við að ná kind- um sem voru í sjálfheldu í hömrunum. Hann var ekki lofthræddur, en samt aðgætinn og heppinn. Annað skiptið sem ég tók þátt í að taka úr Stórasvelti var í annarri leit. Þá var þar fullorðin ær uppi í aðalplássinu. Það hafði verið reynt að ná henni í fyrstu leitinni en ekki tekist vegna þess hversu stygg og frísk hún var. Ekki var hægt að hafa stuðning af hundi við að ná kindum á svona stöðum vegna hættunnar á að þær gætu hlaupið fram af hamrabrúninni. Nú vorum við þarna þrír, Einar, Símon í Eyvindarholti og ég. Við reyndum að ná henni uppi við bergið en þar var engin aðstaða til að taka svona stygga kind. Við gáfumst því upp við það. Bergstandur eða haus var á bjargbrúninni. I þessum haus brekkumegin var hellisgapi. Þar var talsvert aðhald til þess að taka kind en framan við hann var mjög brött og stutt grasbrekka sem lá þvert við opið á gapanum og endaði á mjög hárri hamrabrún. Þessi grasbrekka var önnur hliðin á grasigrónum hrygg sem lá frá hausnum upp að brekkunni fyrir ofan. Við ákváðum að gera tilraun þarna, þótt ekki væri aðstaðan álitleg. Við vorum með gott band því ekki var viðlit að reyna þarna öðruvísi en vera í örggu bandi. Góð aðstaða var til að sitja undir með því að vera hinum megin í hryggnum og láta bandið liggja á honum. Eg bauðst til að vera í bandinu og gera tilraun. Eftir að þeir Símon og Einar Oddgeirssynir í Eyvindarholti, síðar í Dalseli, höfðu bundið mig eins og ég væri að fara í loftsig, fóru þeir með bandið hinum megin í hrygginn og komu sér vel fyrir með það. Ég var nú í brekkunni framan við hellisgapann þar sem ærin var og fór að færa mig hægt og hljóðlega nær og nær henni. í svona tilfelli þarf að gefa sér nægan tíma til að spekja kindina svo að maður komist nógu nærri til þess að grípa hana áður en hún stekkur. Þetta heppn- aðist og þar með var þrautin unnin. Haustið eftir var gerð uppfylling við bergið fyrir ofan svo fært væri upp. Við Einar Sæmundsson í Stóru-Mörk fórum einum degi fyrr í fjallferðina og unnum að þessu næsta dag meðan hinir fjallmennirnir voru að ríða til fjalls. Sjá mátti að þetta hafði verið gert áður. Eftir þetta þurfti ekki að taka kindur úr þessu svelti meðan ég fór í fjallferðir. Það gerðist einu sinni í annarri leit á Stakkholti að lamb sem við vorum að reyna að ná slapp út í hrygginn þar sem Stakkholtsgjáin greinist í tvennt. Þarna er mjög erfitt að ná kindum vegna hamra sem eru þar á alla vegu. Eftir allmikla snúninga við lambið um þennan illfæra hamrahrygg misstum við það í mjóa hillu í brúninni á syðri hamraveggnum yfir norðurálmu gjárinnar. Bergið fyrir ofan hilluna slútti svo mikið fram yfir hana að ekki var hægt að hafa stuðning af bandi -35-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.