Goðasteinn - 01.09.2005, Page 42

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 42
Goðasteinn 2005 borðum og plönkum, bæði að ofan og neðan. Væri um mjög háa veggi að ræða var bætt neðan við gálgann. Mönnum fjölgaði stöðugt og upp úr kl. 10 hófst steypuvinnan. Hverjum og einum var fengið ákveðið verk. Tveir menn fengu til umráða traktor og kerru hlaðna mjólkurbrúsum og var það þeirra hlutverk sækja vatn í næsta skurð og sjá um að nóg vatn væri alltaf í tunnunum hjá steypuvélinni. Þetta verk var stundum í höndum unglinga og þó erfitt á köflum. Fjórir menn sem vanir voru hjólböru- akstri flýttu sér upp á brautina sem gerð hafði verið innan á mótin hæfilega langt fyrir neðan efsta borð í mótunum til þess að þægilegt væri að hella úr börunum í mótin. Svo að hjólbörustjórar þyrftu ekki alltaf að aka heilan hring var smíðuð braut þvert yfir miðja tóftina. Stærðar bingur af möl úr Álunum var í hæfilegri fjarlægð frá hrærivélinni. Einn mannanna stjórnaði traktor með ámoksturstækjum og mokaði tveimur til þremur skóflum af möl í skúffu á hrærivélinni og annar hafði skóflu í hendi og sá um að malarskammtamir væru sem jafnastir að stærð. Einn sá um að setja sement í skúffuna, einn poka í einu. Hrærivélarstjóri lét vélina hífa skúffuna upp og sturta efninu í hræribelginn. Einn skammtaði vatn og léttblendi í hræruna eftir fyrir- mælum vélarstjóra. Þegar steypan var orðin hæfilega hrærð var henni sturtað í tunnu en á hana var festur rismyndaður klafi og endar hans léku á öxli sem gekk í gegnum miðja tunn- una. Klofajárn var fest með lömum við tunnubarminn og var það fellt út yfir klafann til þess að halda tunnunni stöðugri á ferð hennar upp eða niður. I klafann að ofan var festur margþættur, sterkur vír sem gekk upp á skoruhjólið fremst á knegtinu, rann svo á hjólinu uppi við gálgann og gekk þaðan niður á hjólið sem fest var á gálgann niðri við jörð. í hæfilegri fjarlægð var svo traktor og vírendinn festur framan í hann. Stjórnandi þessa traktors þurfti að vera laginn og fljótur að bregða við þegar hann sá að hrærivélarstjórinn hafði fyllt tunnuna. Þá ók hann afturábak og hífði tunnuna í þá hæð að tunnumennirnir tveir uppi á brautinni náðu á henni góðu taki og væri gálginn rétt reistur og lamirnar sem tengdu knegtið við hann sæmilega liðugar, var létt verk að slá tunnunni inn fyrir mótin. Klofajárnið var svo losað af klafanum og hæfilegum skammti hvolft í hverjar börur. Fernar börur voru í hverri tunnu og hún var því tóm þegar allir börumenn höfðu fengið sinn skammt. Þegar tunnan hafði verið tæmd sneru menn knegtinu aftur út fyrir mótin, felldu klofajámið yfir það og traktorsstjóri ók áfram og lét tunnuna síga til jarðar. Þar var til taks maður sem sá um að hnika henni á réttan stað til þess að taka við næsta skammti. Uppi á brautunum var maður sem gekk um og hreinsaði steypuslettur sem stundum lentu utan við þegar sturtað var í mótin, eða jafnvel slettust upp úr börunum á miðri leið, en það gat vissulega komið fyrir ef börustjórar fengu þá -40-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.