Goðasteinn - 01.09.2005, Side 44

Goðasteinn - 01.09.2005, Side 44
Goðasteinn 2005 Magnús Finnbogason frá Lágafelli: Vegagerð og fornminjar Þegar ég var að alast upp á Lágafelli í Austur-Landeyjum á árunum fyrir og upp úr 1940 og verið var að byggja upp hringveginn um neðanverða sveitina, þá var algeng vorvinna bama og unglinga sem áttu heima nærri vinnusvæðinu að vera kúskur í vegagerð í smá tíma, það er að segja að teyma vagnhesta sem drógu sandvagna að og frá sandnámu út í veg. Oftast voru þetta hestar og vagnar frá viðkomandi heimilum. Á veginum var sandinum sturtað úr vögnunum og „tipp- maðurinn“, þ.e.a.s. maður sem jafnaði úr hlassinu, sagði til hvar ætti að láta hvert hlass. En þar sem þetta mun hljóma lrkt og fomaldarvinnubrögð í hugum nútíma unglinga, vil ég lýsa vinnu við vegagerð þeirra tíma örlítið nánar. Vegir um mýrlendi eða gróið land voru þannig gerðir að þegar búið var að mæla fyrir veginum og ákveða hæðarlínur, komu verkamennimir með skóflur og gaffla (kvíslar) og gerður var skurður beggja vegna vegarstæðis og jarðvegurinn úr þessum skurðum var stunginn í litla kekki (sniddur) sem vora köntóttir, um það bil jafnir skóflublaði á lengd og breidd og kastað af gaffli upp í nokkurs konar garð eða hrygg inn á miðjuna og myndaði með því undirstöðu vegarins. Þessir skurðir gátu orðið æði breiðir og djúpir í lágum mýrarsundum. Skurðimir höfðu líka annað hlutverk sem var að lækka grunnvatnsstöðu og veita vatni frá vegar- stæðinu. Á eftir og jafnhliða komu svo kanthleðslumennirnir sem snidduhlóðu upp veg- kantana. Sú snidda varð að vera með grasi og fláa og var með öðru lagi þynnri og breiðari og var tekin utan við aðalvegarpæluna (skurðinn). Oft þurfti að sækja æði langt þar sem vegur var hár og þurfti þá stundum að tvíkasta sniddunni. Síðan var vegurinn jafnaður að ofan með skóflu og var hann þá tilbúinn fyrir ofaníburð. Þannig háttar til í Austur-Landeyjum að víðast er stutt í fremur fínkoma sand í rimum meðfram veginum. Þessi sandur er mjög góður í burðarlag undir möl en ákaflega rokgjarn án malar. Þessum sandi var að sjálfsögðu handmokað upp í hestvagnana, síðan voru það börn og unglingar (kúskar), sem röltu með hestana út í veginn. í flestum tilvikum voru tveir hestar í lest hjá hverjum kúski og gengið með fullu vagnana en staðið í vagninum til baka og keyrt með aktaumum. Þetta var óneitanlega lýjandi starf 10 tíma á dag og svo mismunandi langt heim, ýmist gangandi eða ríðandi og þá oft einhverjir snúningar sem biðu heima. -42-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.