Goðasteinn - 01.09.2005, Page 44
Goðasteinn 2005
Magnús Finnbogason frá Lágafelli:
Vegagerð og fornminjar
Þegar ég var að alast upp á Lágafelli í Austur-Landeyjum á árunum fyrir og
upp úr 1940 og verið var að byggja upp hringveginn um neðanverða sveitina, þá
var algeng vorvinna bama og unglinga sem áttu heima nærri vinnusvæðinu að
vera kúskur í vegagerð í smá tíma, það er að segja að teyma vagnhesta sem drógu
sandvagna að og frá sandnámu út í veg. Oftast voru þetta hestar og vagnar frá
viðkomandi heimilum. Á veginum var sandinum sturtað úr vögnunum og „tipp-
maðurinn“, þ.e.a.s. maður sem jafnaði úr hlassinu, sagði til hvar ætti að láta hvert
hlass. En þar sem þetta mun hljóma lrkt og fomaldarvinnubrögð í hugum nútíma
unglinga, vil ég lýsa vinnu við vegagerð þeirra tíma örlítið nánar.
Vegir um mýrlendi eða gróið land voru þannig gerðir að þegar búið var að
mæla fyrir veginum og ákveða hæðarlínur, komu verkamennimir með skóflur og
gaffla (kvíslar) og gerður var skurður beggja vegna vegarstæðis og jarðvegurinn
úr þessum skurðum var stunginn í litla kekki (sniddur) sem vora köntóttir, um það
bil jafnir skóflublaði á lengd og breidd og kastað af gaffli upp í nokkurs konar
garð eða hrygg inn á miðjuna og myndaði með því undirstöðu vegarins. Þessir
skurðir gátu orðið æði breiðir og djúpir í lágum mýrarsundum. Skurðimir höfðu
líka annað hlutverk sem var að lækka grunnvatnsstöðu og veita vatni frá vegar-
stæðinu.
Á eftir og jafnhliða komu svo kanthleðslumennirnir sem snidduhlóðu upp veg-
kantana. Sú snidda varð að vera með grasi og fláa og var með öðru lagi þynnri og
breiðari og var tekin utan við aðalvegarpæluna (skurðinn). Oft þurfti að sækja æði
langt þar sem vegur var hár og þurfti þá stundum að tvíkasta sniddunni. Síðan var
vegurinn jafnaður að ofan með skóflu og var hann þá tilbúinn fyrir ofaníburð.
Þannig háttar til í Austur-Landeyjum að víðast er stutt í fremur fínkoma sand í
rimum meðfram veginum. Þessi sandur er mjög góður í burðarlag undir möl en
ákaflega rokgjarn án malar. Þessum sandi var að sjálfsögðu handmokað upp í
hestvagnana, síðan voru það börn og unglingar (kúskar), sem röltu með hestana út
í veginn. í flestum tilvikum voru tveir hestar í lest hjá hverjum kúski og gengið
með fullu vagnana en staðið í vagninum til baka og keyrt með aktaumum.
Þetta var óneitanlega lýjandi starf 10 tíma á dag og svo mismunandi langt
heim, ýmist gangandi eða ríðandi og þá oft einhverjir snúningar sem biðu heima.
-42-