Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 49

Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 49
Goðasteinn 2005 gustukaverk á mér og kannski sem skrautfjöður fyrir sjálfan sig fyrir að hafa ráðið okkur báða á togara og sagðist ég myndi íhuga málið til morguns. Ekki hafði ég neinn ráðgjafa mér til aðstoðar og varð því sjálfur að taka mínar ákvarðanir. Þegar ég virti svo fyrir mér mína eigin persónu, duldist mér ekki að mig skorti allmikið til að geta uppfyllt þær kröfur sem mér skildist að gerðar væru til togarasjómanna yfirleitt. Þó studdist ég þarna aðallega við óljósar upplýsingar og barnalegar hugmyndir, enda átti veruleikinn eftir að sýna mér þá mynd í allt öðru ljósi. Ég reyndi aftur á móti að telja sjálfum mér trú um að ef ég gæti sýnt þann manndóm og dugnað sem krafist væri, gæti svo farið að þetta tilboð, þó gallað væri, tryggði mér pláss á togara í framtíðinni sem þá var mjög eftirsótt og umsetið. Líklega hafa það verið örlagadísirnar eða örlaganomirnar sem réðu þarna úr- slitum, að minnsta kosti reyndist sannfæring mín mun léttari á vogarskálunum þegar úrskurður féll um framtíðarstarf mitt. Ekki mun það hafa dregið úr ákvörðun minni að bróðir minn hvatti mig allmikið til að ganga að þessu, ég held að hann hafi álitið sig vera að gera mér heilmikið góðverk sem ég hefi þó aldrei viðurkennt eða kunnað að meta. Mig óraði ekki fyrir því þá að ég væri að hefja nærri 30 ára starf en sem betur fór þurfti ég aldrei framar að vera upp á aðstoð þessara ágætu manna kominn til að ráðstafa mér um borð í togara eða til neinna annarra starfa. Nú var sem sagt ákveðið með mínu samþykki að ég skyldi vera hjú bátsmannsins frá þessum degi til lokadags. Nokkrum dögum síðar átti svo skipið að fara á fiskveiðar. Ég flutti mig um borð. Ekki var farangur minn mikill eða merkilegur og skorti mig mest sængurföt. Húsbóndi minn lagði mér til stakk og stígvél. Skipið kom mér mjög hrikalega fyrir sjónir, bæði hvað stærð og allan útbúnað snerti, þó var það aðeins 232 lestir að stærð og myndi því ekki vera talið stórt nú. Þrátt fyrir það tók það mig all- langan tíma að sannfæra sjálfan mig um hvor endinn sneri fram og hvor aftur. Annars forðaðist ég að fara frekar út í rannsóknir á skilningarvitum skipsins, enda allt fyrir utan og ofan minn þrönga sjóndeildarhring. Engan af skipshöfninni hafði ég séð fyrr nema húsbónda minn en frá upphafi fékk ég óviðráðanlega andúð á honum sem hélst ávallt meðan hann lifði. Ef til vill hef ég aldrei gert mér ljósa grein fyrir hver ástæðan var. Kannski hefur það bara verið mitt eigið ódrenglyndi og vanþakklæti fyrir hans miklu og góðu hlut- deild í að reyna að gera úr mér mann. Annars var hann mér ekki eins góður hvað þá betri heldur en flestir af þessari ágætu skipshöfn sem þama var. Mér fannst þó að ég hlyti að koma honum meira við heldur en öðrum og hefði mér ekki fundist það neinn Ijóður á manngildi hans þó hann hefði sýnt þessari einmana og óþroskuðu mannveru sem hann hafði þó sýnt þá virðingu að féfletta þó ekki hefði verið nema brot af föðurlegri umhyggju en í þeim efnum stóðu margir honum langt framar. Og vil ég í því sambandi nefna einn mann þó ástæða væri til að -47-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.