Goðasteinn - 01.09.2005, Side 50

Goðasteinn - 01.09.2005, Side 50
Goðasteinn 2005 nefna marga fleiri. Hann hét Snæbjöm Ólafsson. Hann var 5 árum eldri en ég og kunni þá til flestra verka. Hann var mér ávallt sem góður bróðir og mér að mörgu leyti eins konar fyrirmynd. Hann varð síðar togaraskipstjóri og mikill aflamaður og var ég með honum milli 10 og 20 ár. Skipið fór á ísfiskveiðar og átti að selja aflann í Fleetwood á vesturströnd Englands. Mér þótti þetta glæsileg tilhugsun, að eiga í vændum að fara til annarra landa og hljóta þann heiður að vera sigldur sem þótti þá hreint ekki svo lítill virðingarauki og fannst víst ýmsum það óverðskulduð upphefð fyrir svo ungan sveitastrák sem ekki stóð í neinum tengslum hvorki við veraldlega né andlega mannvirðingu. En það átti nú samt eftir að verða mér allerfið leið inn í þessa paradís. Allur þessi frægðarljómi fölnaði átakanlega mikið og fljótt svo nærri lá að hann breyttist í örvæntingu. Þegar við komum út fyrir hafnarmynnið var talsverður stormur svo að sjór skvettist bæði inn á og yfir skipið og gat ég ekki betur séð frá mínu sjónarmiði þá en að bæði skipi og mönnum væri stefnt í beinan voða og þar við bættist að ég varð brátt altekinn og illa haldinn af sjósótt. Eg held að þetta ástand hafi ríkt í að minnsta kosti 2-3 sólarhringa. Þó lá ég ekki fyrir en reyndi að bera mig miklu betur en efni stóðu til. En á þessum þjáningatímum strengdi ég þess heit að hvar sem skipið kæmi að landi skyldi ég strjúka og aldrei framar láta narra mig út í slíkar mannraunir eða jafnvel augljósan lífsháska. Að sjálfsögðu hefði enginn saknað mín nema kannski bátsmaðurinn og pyngja hans en með hvorugu hafði ég neina samúð. Svona alvarlegum augum leit ég þá á það starf sem ég hafði þá þegar fórnað talsverðu af sannfæringu minni fyrir og gefið þar að auki mér óviðkomandi manni tækifæri til að þéna peninga á þeirri heimskulegu hugmynd að byggja framtíð mína á svo háskalegum og hráslagalegum grundvelli. En ótrúlega fljótt eftir að ég fór að hressast og kynnast fólki og farkosti, breytt- ist viðhorf mitt smám saman og ég fór að sætta mig betur við kringumstæðurnar og það hlutskipti sem ég hafði sjálfur samþykkt. Þó duldist mér ekki að ég var hvergi nauðsynlegur og mitt rúm langt frá því að vera sæmilega skipað. Eg öfund- aði þá menn og bar virðingu fyrir þeim sem fremstir gengu til allra verka og óskaði þess að ég ætti eftir að feta í þeirra fótspor, því nú var ég eiginlega alveg hættur við að strjúka og byrjaður að skeyta við eða byggja ofan á þær hugmyndir sem ákvörðun mín byggðist á þegar ég fór um borð í togara á framangreindum forsendum. Þessar bollaleggingar mínar voru fyrst og fremst í því fólgnar að komast svo fljótt sem ég gæti jafnfætis þeim mönnum sem vöktu aðdáun mína en til þess vissi ég að margt þyrfti ég að læra og mikið á mig að leggja en þá fyrst væri von til þess að ég gæti valdið þeim persónuleika sem ég vildi svo gjarnan helga mér, lagt minnimáttarkenndina til hliðar og þyrfti aldrei að skríða fyrir einum eða neinum. -48-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.