Goðasteinn - 01.09.2005, Side 56

Goðasteinn - 01.09.2005, Side 56
Goðasteinn 2005 ágætlega hag mínum og hlakkaði ekkert til þess að skipið kæmi en óskaði jafnvel að það yrði sem lengst í túmum. En það fór með þessar gleðistundir eins og svo mörg önnur veraldargæði, áður en maður veit af eru hin vályndu veður mannlegs lífs búin að þurrka allt í burtu og eftir standa aðeins minningamar um að hafi þó einu sinni verið til. Stundum hefur mér dottið í hug að í híbýlum mannlegrar sálar sé eins konar vistarvera eða afkimi sem hafi að geyma bæði ljúfar og sárar minningar frá löngu liðnum tíma. Þessi minningasjóður virðist minna meira á sig og vera örlátari á innihald sitt eftir því sem aldur og ár færast yfir en hvar sem þessu er nú annars fyrir komið, hélt tíminn þrátt fyrir allt áfram að líða, togarinn kom og ég fór út í sjó. Vinkona mín átti ekki langt líf fyrir höndum en sárið í greipinni er löngu gróið. Og af því að tíminn hélt áfram að líða nálgaðist nú óðum lokadagurinn og voru félagar mínir sem ég hausaði fyrir búnir að undirstinga mig með ýmsar nauðsyn- legar ráðstafanir í sambandi við hann. Þeir sögðu mér að á hádegi þann dag skyldi ég telja vel og rækilega lifrartunnumar en þannig var málum háttað í sambandi við þær að hver maður á skipinu fékk ákveðna upphæð í krónum fyrir hverja tunnu. Þá var öll lifur látin á olíutunnur sem súrraðar voru á dekk skipsins. Ég var samkvæmt þágildandi venjum laus allra mála við bátsmanninn á hádegi umrædd- an dag og átti því framvegis sama rétt og aðrir til að fá þágildandi mánaðarkaup og lifrarhlut. Lokadagurinn rann svo upp eftir fyrirfram ákveðnu formi, félagar mínir aðstoðuðu mig með ýmislegt sem máli skipti og sögðust myndu vitna þar um ef um ágreining yrði að ræða. Heldur gaf bátsmaðurinn okkur illt auga meðan á þessum framkvæmdum stóð en lét þó kyrrt liggja, kannski hefur hann verið búinn að hugsa sér að láta túrinn skera úr um hvenær ég færi úr vistinni en ekki þorað að treysta því að liðstyrkur minn léti það afskiptalaust. Hann hefur víst aldrei búist við að hann þyrfti að reikna með þeim breytingum sem skeð höfðu frá því að ég réðist til hans, þá hafði ég hvorki ráðgjafa né málsvara. Nú hafði ég hvort tveggja, ég held lrka að ef til ágreinings hefði komið milli okkar þá hefði mikill meirihluti skipshafnarinnar fylgt mér að málum, enda flestir þeirra líklegir til að leggja lítilmagnanum lið. Nú vildi ég gera hreint fyrir mínum dyrum og kanna svolítið framtíðarmögu- leikana. Ég fór því til skipstjórans og spurði hann hvort ég fengi að vera áfram á skipinu eftir að vera búinn að afsala mér handleiðslu bátsmannsins og sagði hann að það væri velkomið. Ég innti hann eftir hvort hann myndi hugsa til mín næst ef ég færi í sveit í sumar og lofaði hann því og stóð við það. Ég var mjög ánægður með málalokin og vil ég að endingu færa langflestum þessara manna alúðar- kveðjur og þakkir fyrir auðsýnda velvild og vinarhug þá og ávallt síðan. Og nú var ég óháður bátsmanninum að öllu leyti, við höfðum ekkert saman að sælda eftir þessi fyrstu kynni og hefur víst hvorugur saknað þess. Það síðasta sem ég -54-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.