Goðasteinn - 01.09.2005, Page 56
Goðasteinn 2005
ágætlega hag mínum og hlakkaði ekkert til þess að skipið kæmi en óskaði jafnvel
að það yrði sem lengst í túmum.
En það fór með þessar gleðistundir eins og svo mörg önnur veraldargæði, áður
en maður veit af eru hin vályndu veður mannlegs lífs búin að þurrka allt í burtu
og eftir standa aðeins minningamar um að hafi þó einu sinni verið til. Stundum
hefur mér dottið í hug að í híbýlum mannlegrar sálar sé eins konar vistarvera eða
afkimi sem hafi að geyma bæði ljúfar og sárar minningar frá löngu liðnum tíma.
Þessi minningasjóður virðist minna meira á sig og vera örlátari á innihald sitt eftir
því sem aldur og ár færast yfir en hvar sem þessu er nú annars fyrir komið, hélt
tíminn þrátt fyrir allt áfram að líða, togarinn kom og ég fór út í sjó. Vinkona mín
átti ekki langt líf fyrir höndum en sárið í greipinni er löngu gróið.
Og af því að tíminn hélt áfram að líða nálgaðist nú óðum lokadagurinn og voru
félagar mínir sem ég hausaði fyrir búnir að undirstinga mig með ýmsar nauðsyn-
legar ráðstafanir í sambandi við hann. Þeir sögðu mér að á hádegi þann dag skyldi
ég telja vel og rækilega lifrartunnumar en þannig var málum háttað í sambandi
við þær að hver maður á skipinu fékk ákveðna upphæð í krónum fyrir hverja
tunnu. Þá var öll lifur látin á olíutunnur sem súrraðar voru á dekk skipsins. Ég var
samkvæmt þágildandi venjum laus allra mála við bátsmanninn á hádegi umrædd-
an dag og átti því framvegis sama rétt og aðrir til að fá þágildandi mánaðarkaup
og lifrarhlut. Lokadagurinn rann svo upp eftir fyrirfram ákveðnu formi, félagar
mínir aðstoðuðu mig með ýmislegt sem máli skipti og sögðust myndu vitna þar
um ef um ágreining yrði að ræða.
Heldur gaf bátsmaðurinn okkur illt auga meðan á þessum framkvæmdum stóð
en lét þó kyrrt liggja, kannski hefur hann verið búinn að hugsa sér að láta túrinn
skera úr um hvenær ég færi úr vistinni en ekki þorað að treysta því að liðstyrkur
minn léti það afskiptalaust. Hann hefur víst aldrei búist við að hann þyrfti að
reikna með þeim breytingum sem skeð höfðu frá því að ég réðist til hans, þá hafði
ég hvorki ráðgjafa né málsvara. Nú hafði ég hvort tveggja, ég held lrka að ef til
ágreinings hefði komið milli okkar þá hefði mikill meirihluti skipshafnarinnar
fylgt mér að málum, enda flestir þeirra líklegir til að leggja lítilmagnanum lið.
Nú vildi ég gera hreint fyrir mínum dyrum og kanna svolítið framtíðarmögu-
leikana. Ég fór því til skipstjórans og spurði hann hvort ég fengi að vera áfram á
skipinu eftir að vera búinn að afsala mér handleiðslu bátsmannsins og sagði hann
að það væri velkomið. Ég innti hann eftir hvort hann myndi hugsa til mín næst ef
ég færi í sveit í sumar og lofaði hann því og stóð við það. Ég var mjög ánægður
með málalokin og vil ég að endingu færa langflestum þessara manna alúðar-
kveðjur og þakkir fyrir auðsýnda velvild og vinarhug þá og ávallt síðan. Og nú
var ég óháður bátsmanninum að öllu leyti, við höfðum ekkert saman að sælda
eftir þessi fyrstu kynni og hefur víst hvorugur saknað þess. Það síðasta sem ég
-54-