Goðasteinn - 01.09.2005, Page 59
Goðasteinn 2005
Magnús Finnbogason frá Lágafelli:
/
Otrúleg læknisafrek
Þegar komið er inn á hátæknisjúkrahús samtímans fer ekki hjá því að hugurinn
hvarfli til gömlu héraðslæknanna og þeiixa kraftaverka sem þeir unnu í sínum
læknaverkum við frumstæðar aðstæður. Getur nútíma Rangængurinn séð fyrir sér
að í allri Rangárvallasýslu var aðeins einn læknir héraðslæknirinn á Stórólfshvoli,
sýslan vegalaus og eina farartækið fyrir utan fæturna var hesturinn? Bílaöldin
hófst ekki fyrr en upp úr 1904 þegar fyrsti bíllinn kom til landsins. Breyting í
læknaþjónustu og samgöngumálum sýslunnar og landsins alls á þessum síðustu
100 árum er hrein bylting.
Helgi Jónasson læknir og síðar alþingismaður sem hér verður frá sagt var mjög
traustur maður kjarkmikill, duglegur og farsæll í öllum læknisverkum og þótti
afburða fæðingalæknir. Kona Helga var Oddný Guðmundsdóttir, lærð
hjúkrunarkona sem aðstoðaði hann í störfum og mátti auk þess oft axla þá ábyrgð
að vera læknir á bakvakt.
Árið 1917 hófu búskap í Galtarholti á Rangárvöllum sem er jörð á Bakka-
bæjum, en þeir eru á suðurbakka Þverár, hjónin Valmundur Pálsson f. 27 sept.
1893 og Vilborg Helgadóttir f. 5. jan. 1894 og bjuggu þau þar til ársins 1944 er
þau fluttu að Móeiðarhvoli en Galtarholt fór í eyði haustið 1933, sennilega í
október. Ætlaði Valmundur bóndi að fara að, raka hrosshúð en til þess þurfti hann
að leggja á hníf, ætlaði hann að nota handknúinn hverfistein en þar sem trékassinn
fyrir vatnið var ónýtur hugðist hann nota málmkassa, sennilega úr potti í staðinn
en þá vildi svo slysalega til er hann var að ganga frá raufum fyrir öxulinn að
málmflís hrökk í auga hans og skemmdi það.
Næsti og eini læknirinn var héraðslæknirinn á Stórólfshvoli, Helgi Jónasson.
Hans var ekki vitjað fyrr en daginn eftir. Á þessum tíma var enginn sími á
Bakkabæjum þannig að fara varð á hestum að sækja lækninn. Helgi læknir mun
hafa fengið bíl með sig niður fyrir Þverá sem hafði verið brúuð árið áður og
komst bíllinn niður undir Uxahygg, lengra var ekki bílfært, þar tóku hestarnir við.
Á Stórólfshvoli var lítið sjúkrahús sem Helgi annaðist ásamt konu sinni
Oddnýju Guðmundsdóttir sem var eins og áður sagði útlærð hjúkrunarkona. Þetta
litla sjúkrahús sem mun hafa verið 2 stofur með 5-6 rúmum bjargaði lífi margra
manna þegar saman fór þekking og kjarkur læknishjónanna.
Á þessum árum voru samgöngur með þeim hætti að bráðatilfelli varð að
meðhöndla í héraði strax ef einhver lífsvon átti að vera. Helga var ljóst að illt var
-57-