Goðasteinn - 01.09.2005, Page 87
Goðasteinn 2005
Árið 1929 sýndi Ólafur á Laugavegi 1, 16 olíuverk, 55 vatnslitamyndir og 3
pennateikningar. Ári seinna, 1930, er næsta sýning en þá voru sýnd 91 verk, þar
af 17 olíuverk. Hvorki kemur fram hvar sú sýning var haldin né heldur sýningin
árið 1931 en þá sýndi Ólafur 71 verk, 41 vatnslitamynd og 30 olíumálverk.6
í desember árið 1932 sýndi Ólafur í Kirkjutorgi 4 og þá 78 myndir sem nær
allar voru málaðar á því ári. Ekki létu allir falla jafn hlý orð í garð verka Ólafs og
Einar Benediktsson. í ritdómi Orra í Morgunblaðinu andar svo köldu um þessa
sýningu að Ólafur sér sig knúinn að svara fyrir sig í stuttri blaðagrein.
I desember 1934 sýnir Ólafur og er sú sýning á Skólavörðustíg 12. Enn andar
köldu í ritdómi í Morgunblaðinu eins og sjá má:
„Á þessari sýningu eru eins ogfyrr aðeins landslagsmyndir. En aföllum
þessum fjölda er ekki neitt viðfangsefnið þannig skilið eða meðfarið að það
hafi átt neitt verulegt erindi á Ijereft eða pappír. Formið er ekki nœgilega
ákveðið og óþroskuð meðferð lita og unglingsleg. Málarinn virðist taka við-
fangsefnin sem víðast til að gefa þjóðinni hugmynd um hvernig umhorfs er á
þessum eða hinum staðnum. En það vita allir að listaverk verður aðeins til ef
málarinn verður hrifmn af viðfangsefninu og tekst að gefa verkinu eitthvað af
sinni eigin sál. Það er frumleiki málarans sem verður að gefa verkinu gildi ef
það á að lifa deginum lengur eða geta auðgað og glatt huga þess sem á horfir.
Þar sem list er, þarf alvarlega vinnu og alvarlega leit - og hæfileika.“
Þessi grein var óundirrituð.
Ekki voru allir sammála ónafngreinda greinarhöfundinum.
„Olafur Túbals erfyrst ogfremst málari Hlíðarinnar. Þar er hann borinn
og alinn upp. Þar þekkir hann hvern drátt og hver Ijósaskifti. Hann hefir byrj-
að ungur afeigin hvöt að reyna aðfesta það á léreft með línum og litum. Það
er því nœsta undarlegt að sjá honum borið á brýn að hann skorti kœrleika til
verkefnisins. Slíkt hlýtur að vera mælt út í hött.Nei, Olafur Túbals málar
einmitt afinnri þörfog kœrleika til verksins og með elju hins vandláta og lítil-
láta manns. Eg hygg að það lægi næst aðfinna að því að hann vanti sjálfs-
traust, vanti ennþá hina djörfu og sjáljvissu meðferð línu og lita. En vafalaust
erform hans mýkt og mótað við hœfi vatnslitanna.
Múlakot í Fljótshlíð
-85-