Goðasteinn - 01.09.2005, Side 129
Goðasteinn 2005
Sveitarfélög 2004
Rangárþing ytra
Sveitarfélagið Rangárþing ytra varð formlega til með sameiningu Holta- og
Landsveitar, Djúpárhrepps og Rangárvallahrepps á árinu 2002 og voru íbúar hins nýja
sveitarfélags 1430 við sameininguna. Fyrsta sveitarstjórnin tók til starfa þ. 9. júní 2002
að undangengnum sveitarstjórnarkosningum þ. 25. maí á því ári. I fyrstu sveitarstjórn
Rangárþings ytra voru kosnir Valtýr Valtýsson Meiri Tungu lb í Holtum, Guðmundur
Ingi Gunnlaugsson á Hellu, Sigurbjartur Pálsson Skarði í Þykkvabæ, Engilbert Olgeirs-
son Nefsholti í Holtum og Ingvar Pétur Guðbjörnsson á Hellu, allir af D-lista, Heimir
Hafsteinsson Smáratúni í Þykkvabæ og Elísabet St. Jóhannsdóttir Laugalandi, af O-lista,
Viðar Hafsteinn Steinarsson Kaldbak á Rangárvöllum, af K-lista, og Lúðvík Bergmann
Bakkakoti, af B lista. D-listi hefur verið í meirihluta á yfirstandandi kjörtímabili í sveitar-
stjórninni. A fyrsta fundi sveitarstjórnarinnar eftir kosningarnar 2002 var Valtýr
Valtýsson kosinn oddviti hennar og formaður hreppsráðs var kjörinn Sigurbjartur
Pálsson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson var ráðinn sveitarstjóri.
Mannabreytingar í sveitarstjórn
Þær breytingar urðu á sveitarstjórninni árið 2003 að Elísabet St, Jóhannsdóttir flutti á
brott og sæti hennar tók Eggert Valur Guðmundsson á Hellu. Eggert flutti svo á brott í
lok árs 2004 og þá tók sæti hans Þröstur Sigurðsson á Hellu. A miðju ári 2004 tók
Sigurbjartur Pálsson við af Valtý sem oddviti þar sem Valtýr leysir nú Sigurjón Bjarnason
af sem skólastjóri á Laugalandi en Sigurjón er í ársleyfi. Ingvar Pétur Guðbjörnsson tók á
sama tíma við af Sigurbjarti sem formaður hreppsráðs.
íbúafjöldaþróun
Eins og áður kom fram voru fbúar Rangárþings ytra þ. 1. desember 2001 (rétt fyrir
sameiningu) 1430. Þann 1. desember árið 2004 voru íbúar sveitarfélagsins orðnir 1450 og
hefur því fjölgað á þremur árum um 20 eða tæp 1,4%. Þetta er undir landsmeðaltali en
getur talist viðunandi fyrir landsbyggðina miðað við þróun undanfarinna ára ef frá eru
taldir þéttbýliskjamar sem standa næst höfuðborgar-svæðinu. Vart hefur orðið við aukna
ásókn í það frá íbúum á suðvesturhorninu að reisa heilsárshús í sveitarfélaginu og jafn-
framt hafa þeir lýst áhuga á að setjast að hér. Þetta veit hugsanlega á meiri fjölgun íbúa á
komandi árum auk þess sem fæðingum hefur fjölgað.
Hér á eftir verður getið um nokkra þætti í starfsemi sveitarfélagsins á árinu 2004.
Mikið líf í byggingaframkvæmdum
Olafur Elfar Júlíusson tæknifræðingur var ráðinn skipulags- og byggingafulltrúi frá og
með 1. janúar 2004. Á árinu 2004 vom gefin út 126 byggingaleyfi. Á meðal þess sem
leyfi var veitt til voru sex leyfi til byggingar íbúðarhúsa, þrjú leyfi til byggingar á par-
húsum, eitt leyfi til byggingar á 5 íbúða raðhúsi og fimm leyfi til að byggja bílageymslur.
29 leyfi voru veitt til byggingar frístundahúsa og sjö leyfi til viðbygginga og stækkunar á
sömu húsagerð. 11 leyfi voru veitt til bygginga á geymsluskúrum og gestahúsum við frí-
stundahús. Leyfi vom veitt til til að byggja við sjö atvinnuhús, þar af var eitt veitingahús.
-127-