Goðasteinn - 01.09.2005, Page 134
Sveitarfélög 2004
Goðasteinn 2005
Frá undirritun samninga við Heklu, Garp og Framtíðina í íþróttaúsinu í Þykkvabœ. Frá
vinstri: Nína María Morávek, formaður Umf. Heklu, Berglind Kristinsdóttir, formaður
Iþróttafélagsins Garps, Særún Sœmundsdóttir, formaður Umf. Framtíðarinnar, Ingvar
Pétur Guðbjörnsson, formaður œskulýðs- og íþróttanefndar og Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson, sveitarstjóri. Mynd: Oli Már Aronsson
Menningarmálanefnd vann að merkilegum endurbótum á manngerðum hellum í
sveitarfélaginu auk fleiri verkefna
I menningarmálum var haldið áfram endurbótum við hellana á Hellum í Landsveit, en
þar er meðal annars stærsti manngerði hellir á íslandi. í tengslum við Töðugjaldahátíðina
var svo staðið fyrir söngtónleikum í stóra hellinum og var mæting góð en allt að 200
gestir hafa komið á slíka tónleika sem eru orðnir árvissir.
A árinu 2005 er áætlað að endurbótum á Hellum ljúki en þá er einnig áformað að hefj-
ast handa við endurbætur á fleiri hellum í sveitarfélaginu. Manngerðir hellar eru menn-
ingararfur sem hefur orðið útundan síðustu áratugina.
Á árinu var keypt listaverk eftir Elías Hjörleifsson listamann sem bjó á Hellu síðustu
árin sem hann lifði en hann lést um aldur fram árið 2001.
Atvinnu- og ferðamálanefnd úthlutaði styrkjum og vann að göngustígagerð og
skipulagningu á starfí upplýsingamiðstöðvar á árinu 2004
Starf atvinnu- og ferðamálanefndar var hefðbundið á árinu. Nefndin fer með stjórn
Atvinnueflingarsjóðs Rangárþings ytra og úthlutaði úr sjóðnum eins og árin á undan. Eitt
af þeim verkefnum sem nefndin hefur á sinni könnu er að fylgjast með atvinnuleysi og
verður að teljast að mjög lítið atvinnuleysi hafi verið í sveitarfélaginu á árinu 2004. Mátti
sjá svipað mynstur og árin á undan þar sem flestir eru án atvinnu yfir vetrartímann en svo
fæstir yfir sumartímann. Nefndin sá aldrei ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af at-
vinnuástandinu. Öflug fyrirtæki eru á svæðinu og þó nokkur samkeppni um vinnuafl.
Með nefndinni hefur starfað Eymundur Gunnarsson atvinnu- og ferðamálafulltrúi og situr
hann flesta fundi nefndarinnar. Hefur Eymundur unnið með nefndinni að göngustíga-
áætlunum, skipulagningu á starfi upplýsingamiðstöðvar og fleiru.
-132-