Goðasteinn - 01.09.2005, Side 142
Látnir 1998-2003
Goðasteinn 2005
starfa. Honum lék margt í hendi og var í öllu velvirkur. Smíðahanda hans naut
víða við bæði í stóru og smáu og í 35 haust vann hann hjá Sláturfélagi Suðurlands
í Djúpadal, lengst af sem kjötmatsmaður.
Aslaug Fanney Ólafsdóttir var fædd í Skálakoti, Vestur-Eyjafjöllum, 6. maí
árið 1917. Foreldrar hennar voru þau hjón Ólafur Eiríksson og Guðrún Nikólína
Snorradóttir, búendur í Skálakoti. Af systkinum Fanneyjar eru látin þau Bjarni,
Kjartan, Sveinjón og Laufey. Eftir lifa systur hennar, Lilja og Ólína. Guðrún
Nikólína móðir þeirra lést langt um aldur fram frá fjölskyldu sinni. Þá var Fanney
rétt á unglingsárum. En fjölskyldan stóð saman. Það var úrræði þess tíma. Vinna
og atorka fylgdi fólkinu síðan. Fanney varð starfsmanneskja, verkviljug þannig að
undan gekk. Hún átti líka þann listastreng sem naut sín oft í góðum handverkum.
Óskar og Fanney áttu fyrst leiðir saman í Fljótshlíðinni. Þau gengu síðan í
hjónband 19. maí árið 1945. Þau náðu því að verða góðir vinir, áttu saman
áhugamál og lífsskoðanir. Þau settust að á Lambhúshóli skammt frá æskustöðvum
Fanneyjar og stóðu saman að því að byggja upp bústofn og húsakost og gátu verið
stolt af. En sá sári harmur mætti þeim þar að Ólafur Elí, þá yngsta barn þeirra, lést
af slysförum rúmlega tveggja ára.
En barnalán áttu þau og nutu þess í þakklæti. Ástrún Svala er þar elst, lengst af
húsfreyja og bóndi, gift Magnúsi Borgari Eyjólfssyni bónda á Hrútafelli undir
Austur-Eyjafjöllum en í dag eru þau búsett á Selfossi. Þá er Snorri bifvélavirki,
kvæntur Steinunni Guðbjörgu Bjarnadóttur, útivinnandi og húsmóðir, en þau
bjuggu lengst af á Hvolsvelli en eru nú búsett í Hafnarfirði. Anna útivinnandi hús-
móðir, gift Má Guðnasyni húsasmið og formanni verkalýðsfélags Suðurlands, en
þau eru búsett í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Yngst er Elín Ósk óperusöngkona
en hennar maður er Kjartan Ólafsson tónlistarmaður og eru þau búsett í
Hafnarfirði.
Bamabörnin 13 og barnabarnabörnin 17 voru þeim þakkarefnið mesta. Óskar
og Fanney kunnu það með reynsluna á herðum að þakka. Þroski lífsins kemur oft
með því sem þarf að takast á við. Slík er oft miskunn Guðs sem leggur líkn með
þraut.
Árið 1961 fluttu þau að Rauðalæk, síðan að Djúpadal og bjuggu þar í fjögur ár,
settust síðan að á Hvolsvelli í nokkur ár og keyptu þá Sunnuhvol en íbúðarhúsið
þar byggðu þau upp frá grunni. Á Sunnuhvoli varð gott heimili þeirra og glað-
værð í húsi. Um það voru þau samhent og kunnu bæði vel til þess. Báðum var
unun af því að hlusta á söng og hafði Óskar sérlega fallega söngrödd og var þar af
leiðandi mjög eftirsóttur kórfélagi. Þau kunnu sálmana sína og mátu þá mikils.
Haft var á orði að Fanney kynni utanbókar alla sálmabókina. Þau héldu alltaf
reiðhesta, kunnu þar vel til verka og nutu ákaflega. Fanney hélt heimili þeirra
þannig að þar var kunn rausn og gestagleði en utan heimilis vann hún mörg haust
við Sláturhúsið í Djúpadal.
-140-