Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 145
Goðasteinn 2005
Látnir 1998-2003
f. 3.10. 1956, búsettur í New York, kvæntur Anne Marie Carley, Mary Elizabeth
Dempsey, f. 23.4. 1962, búsett í New York.
James útskrifaðist frá Yorktown High Scool 1971, síðan frá Clarkson
University í Potsdam í New York-ríki 1975 með BS-gráðu í eðlisfræði. Tók mast-
erspróf í stærðfræði og tölvufræðum frá sama skóla 1977. James starfaði hjá IBM
í New York í 6 ár að loknu námi og vann við forritun og fleira. Hann kvæntist
Amy Ewing 1979, bjó með henni í Connecticut en þau skildu. James starfaði sem
flugmaður og flugkennari um árabil í Connecticut. Hann fluttist til Islands 1994,
hóf sambúð með Guðrúnu Markúsdóttur í Langagerði í Hvolhreppi þar sem þau
stunduðu búskap ásamt öðrum störfum og bjó þar til dauðadags. Þau eignuðust
soninn Markús James árið 1995. James starfaði hjá Tölvumyndum í Reykjavík á
árunum 1999-2000, en rak fyrirtækið Gagnasýn ásamt Eiði Arnarsyni á árinu
2001. Hann stofnaði fyrirtækið Langagerði ehf. á þessu ári, þar sem ætlunin var
að sinna margs konar tölvuþjónustu.
James Joseph Dempsey kom hingað til lands ferðamaður fyrir um áratug. Hann
kynntist þá Guðrúnu Markúsdóttur heimasætu í Langagerði og tókust með þeim
ástir
James átti að baki fjölbreytt nám og störf í heimalandi sínu Bandaríkjunum,
meðal annars sem atvinnuflugmaður og tölvufræðingur. Hann var víðlesinn og
fjöfróður, velti m.a. fyrir sér áhrifum sólgosa á ýmis náttúrufyrirbæri hér á jörð.
Það virtist samt ekki vefjast fyrir honum að söðla um og fara að sinna búskap og
ræktun hér við ystu höf. Hann nálgaðist verkefnið með skipulegum hætti, las allt
sem hann komst yfir og ræddi við kunnáttumenn, varð þannig sjálfmenntaður í
búfræðum en fór ekki alltaf troðnar slóðir. Það hefur þurft mikinn kjark til að
söðla svo görsamlega um lífsstarf og takast á við svo ólík verkefni sem íslenskur
landbúnaður er samanborið við fyrri störf hans og menntun, í raun að gerast land-
námsmaður. En James tókst ætlunarverkið, að búa Guðrúnu konu sinni og
Markúsi syni sínum gott og fallegt heimili. James var trúmaður og leyndardóminn
á bak við að leysa erfitt verkefni vel af hendi sagði hann vera að kunna að biðja
fyrir því. Blessuð sé minning hans.
Magnús Finnbogason
vann þessi minningarorð úr minningargreinum í Morgunblaðinu
-143-