Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 150
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
s.l. brotnaði hann við fall og fór á sjúkrahús um stuttan tíma, en séð varð hvert
stefndi sem varð á hjúkrunarheimilinu að Lundi 11. júní, þegar hann andaðist.
Útför hans fór fram frá Ásólfsskálakirkju 18. júní 2004.
Sr. Halldór Gunnarsson
Fríður Guðmundsdóttir fæddist að Núpi í Fljótshlíð
4. júlí 1908. Hún lést á hjúkrunarheimili aldraðra í
Víðinesi 10. júlí s.l. 96 ára að aldri en þar hafði hún
dvalið frá árinu 2000 og notið góðrar umönnunar. Út-
förin var gerð frá Breiðabólstaðarkirkju 17. júlí 2004.
Foreldrar Fríðar voru hjónin Guðrún Pétursdóttir
húsfreyja frá Blönduholti í Kjós, f. 1886, d. 1962 og
Guðmundur Erlendsson frá Hlíðarenda í Fljótshlíð,
bóndi og hreppstjóri að Núpi, f. 1883, d. 1969. Börn
þeirra hjóna voru þessi í aldursröð: Fríður sem kvödd
er hér í helgidóminum í dag, Leifur Ingi rakari í Reykjavík f. 1910, d. 1985
ókvæntur og bamlaus, og Pétur bóndi á Núpi f. 1912, d. 1997. Hann var kvæntur
Önnu Guðjónsdóttur frá Litla-Kollabæ í Fljótshlíð f. 1922; hún býr í Reykjavík.
Þau eignuðust 7 börn, en einn sonur þeirra er látinn.
Fríður naut hefðbundinnar barnaskólamenntunar síns tíma og síðar lá leið
hennar í Gagnfræðaskóla Akureyrar hvaðan hún lauk gagnfræðaprófi. Um 1930
hóf hún störf hjá frú Halldóru Pétursdóttur móðursystur sinni sem stofnaði og rak
um áratuga skeið eða til dauðadags Hattabúðina Höddu við Hverfisgötu 35 í
Reykjavík. Þar starfaði hún samfellt til ársins 1999 eða til 91 árs aldurs en þá
knúði heilsubrestur hana til að hætta verslunarstörfum. Samtals starfaði hún í 69
ár við hattaverslunina, þar af rak hún hana ein síðustu 15 starfsár sín. Hún bjó alla
starfsævi sína í húsinu sem hýsti hattabúðina að Hverfisgötu 35 en húsið reisti
Kristinn vagnasmiður.
Það voru margir sem litu við í hattabúðinni hjá Fríði, ekki síður í þeim tilgangi
að lyfta andanum og þiggja kaffisopa en að máta og kaupa hatta. Einhverjir hafa
haldið því fram að líklega hefði kaffihús í höndum Fríðar skilað meiri arði en
hattabúð þótt sá rekstur hafi blómstrað í hennar höndum sem og flest annað sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún var lífslistamaður sem fólk laðaðist að, reyndar
sama hvort það voru börn eða fullorðnir, konur eða karlar, umkomulausir umrenn-
ingar eða efnafólk; hún umgekkst alla sem jafningja sína.
Fríður var hugsjónakona og eldhugi og sökkti sér af elju ofan í öll þau verkefni
sem hún á annað borð hafði áhuga á og tók að sér. Henni voru jafnréttismál ofar-
-148-