Goðasteinn - 01.09.2005, Page 151
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
lega í huga, réttlæti og náungakærleikur. Með þessar grunnhugsjónir sínar hóf hún
ra.a. baráttu fyrir eflingu íþróttafélags kvenna og var þar í framvarðasveit allt frá
stofnun þess árið 1934 til ársins 1998. Hugurinn fylgdi félaginu þótt líkamlegur
þróttur væri farinn að gefa sig og einatt var hún að velta fyrir sér hvernig helst
mætti sveigja starfsemi félagsins að þörfum barna og unglinga. Henni var upp-
eldishlutverk íþróttafélaga ofarlega í huga og hvernig félögin gætu og megnuðu
að vera og veita ungviðinu sem bestu og heilbrigðustu fyrirmynd til eftirfylgdar.
Þannig tengdi hún bindindismál íþróttahreyfingunni og stuðlaði að því að IK
beitti sér fyrir landsátaki innan íþróttahreyfingarinnar gegn áfengisbölinu.
Fríður hafði svo sannarlega mótandi áhrif á samferðarfólk sitt með glaðlegri,
yfirvegaðri framgöngu sinni, hugsjónum, heiðarleika og velvilja í hvers manns
garð. Frá ungum aldri lagði hún sig eftir því að vinna að almannaheill og flestir
sem til hennar leituðu fengu úrlausnir erinda sinna, svo lengi sem þau leiddu til
góðs. Mér skilst að þær sem yngri voru í ÍK hafi snemma komist að því að nafn
Fríðar var lykill sem opnaði þeim margar dyr. Svo var einnig um marga aðra.
Fríður var öflug íþróttakona og stundaði skíði, leikfimi, sund og útivist af
miklu kappi. Hún átti sinn stóra þátt í því að Skíðaskálinn Laugarból í Skálafelli
var reistur af stórhug ÍK-félaga árið 1938. Skálinn varð síðan eins konar miðstöð
félagsmanna jafnt vetur sem sumar og þar naut Fríður sín vel við að hlúa að sín-
um ungu vinum með kakói og annarri vel þeginni aðhlynningu, enda margir sem
þangað komu einvörðungu komnir til að njóta nærveru hennar. Þegar vel lá á
Fríði átti hún til að þruma Gunnarshólma blaðalaust af innlifun af palli skálans.
Til margra ára annaðist hún útleigu skálans og í gegnum þau viðskipti kynntist
hún og eignaðist marga góða vini.
Þótt Fríður Guðmundsdóttir hafi verið smávaxin, fíngerð og rólynd kona ber
flestum saman um að af henni hafi gustað. Þannig segja mér bróðurdætur hennar
að þegar hún kom í heimsókn að Núpi hafi engu verið líkar en að húsið hafi
skyndilega fyllst af fólki. Enda var það svo að þegar fréttist af væntanlegri heim-
sókn hennar biðu stórir sem smáir í óþreyju eftir að hún birtist.
Fríður var mjög pólitísk og sagðist hafa fæðst inn í Sjálfstæðisflokkinn og
mundi fylgja honum ef hann yrði sjálfum sér samkvæmur meðan hún lifði. Hún
var afar gamansöm og naut þess að líta á lífið og tilveruna frá öðru sjónarhomi en
þessu daufa daglega.
Sr. Önundur Björnsson
Kæru Rangæingar! Stöndum vörð um héraðsritið okkar
GOÐASTEIN
-149-