Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 153
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
Árið 1987 brugðu þau búi vegna heilsubrests og fluttu á Hvolsvöll. Karl lést
24. apríl árið 2000 þannig að það voru upp á dag fjögur ár á milli þeirra hjóna.
Guðfinna og Karl eignuðust sex börn en fimm komust á legg. Elsta barnið,
óskírð telpa, lést aðeins vikugömul, var fædd 24. okt. 1949. Næst leit dagsins ljós
Margrét, f. 21. okt. 1955, búsett í Reykjavík. Hún var gift Davíð Jóhannessyni og
eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Hallbjörg, f. 12. okt. 1956, gift Stefáni
Sveinbjörnssyni, búsett í Reykjavík og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.
Gunnar Helgi, f. 16. okt. 1957, kvæntur Berglindi Bergmann Gunnarsdóttur, þau
eru bændur í Ey og eiga þrjú börn. Kristinn Arnar, f. 21. maí 1960. Hann á fjögur
böm og er kona hans Irena Kamp og eru þau búsett á Hvammstanga. Yngst er svo
Sigríður, f. 5. jan. 1965, gift Sölva Sölvasyni búsett á Siglufirði og eiga þau þrjú
böm.
Guðfinna og Karl lögðu metnað sinn í að ala böm sín upp af kostgæfni í gleði,
hlýju og alúð. Þau stóðu saman í mótlæti sem meðlæti og öxluðu sameiginlega
byrðar sem sjálfsagt hafa oft verið þungar fyrr á árum en þau voru mannkostafólk,
bæði vel skapi farin, bjartsýn og dugleg.
Heimili þeirra Guðfinnu og Karls stóð gestum og góðum vinum ætíð opið.
Þangað þótti öllum gott að koma, enda Karl kátur, kíminn, söngvinn og skemmti-
legur, Guðfinna aftur á móti ögn þyngri og höfðaði mjög til trúnaðartrausts fólks
sem margt hvert naut þess að létta á sér og eiga í trúnaðarsambandi við hana.
Trúnaði fremur en öðru brást hún aldrei. Hún var alltaf til staðar til að hlusta og
hughreysta; eins konar klettur í ólgu sterkra strauma.
Karl bóndi í Ey var einn af frumkvöðlum Karlakórs Rangæinga og söng með
honum frá fyrstu tíð. Bæði voru þau hjón karlakórnum dýrmætir félagar sem
kórinn stendur í þakkarskuld við og þakka kórfélagar alla samfylgd og ánægjulegt
samstarf.
Ekki skal gleymt þátttöku þeirra hjóna í starfi Félags aldraðra hér í Rangár-
vallasýslu. Þar lögðu þau gjörva hönd að allri starfsemi félagsins og voru þar í
framvarðasveit.
Sr. Önundur Björnsson
Guðjón Jónsson, Núpi II, Vestur-Eyj afj öllum
Guðjón fæddist 13. september 1950 að Núpi II,
hjónunum Jóni Einarssyni frá Nýjabæ og Auðbjörgu
Jónínu Sigurðardóttur frá Suðurbænum að Núpi og var
hann næstyngstur í hópi 12 systkina sem upp komust,
en eftirlifandi eru: Guðrún, Kristín, Jóna, Einar, Páll,
Sigríður, Guðlaug, Hanna, Björg og Helgi.
Heimili Jóns og Auðbjargar var heimili mikillar
-151-