Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 161
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
legu verkefni sem búskapurinn bauð upp á. Jörðin var meðalstór en landið gaf af
sér nægilegan arð til að fjölskyldunni var séður farborði. Ingvar var atorkumaður
og hlífði sér ekki við störfin, margur langur vinnudagur kom í hlutskipti hans og í
ljósi sögunnar má segja að hann hafi í raun ofboðið heilsu sinni, enda ákafamaður
og óvæginn gagnvart sjálfum sér. Hann hafði yndi af skepnum og var góður bóndi
en heilsan var ekki nægilega góð til að hægt væri að halda áfram. Mjaðmirnar
voru honum erfiðar og ýmislegt annað leiddi til vissrar hreyfihömlunar, þannig að
tíminn kom að punktur var settur. Fjölskyldan flutti suður árið 1973 og var jörðin
seld.
Ingvari og Sigríði fæddist einn sonur, Elías, þann 20. apríl 1950. Var það mikill
og stór viðburður og þeim hjónum til ómældrar gleði og hamingju. Má geta sér til
um hvflík þáttaskil þetta hafa verið, ætla má að móður- og föðurumhyggja hafi
verið stór, jafnvel áhyggjur tengdar velferð og uppeldi eins og eðlilegt er.
Samband þeirra foreldranna við Elías var alla tíð náið og gagnkvæmt, einnig eftir
að hann giftist Guðnýju Margréti Ólafsdóttur. Nálægðin var þeim mikilvæg og
gleðin gagnvart því að fá að sjá sonardæturnar Ólöfu Jónu og Sigríði Birnu vaxa
upp var mikil.
Sigríður andaðist í des. 2001, var það mikið áfall fyrir Ingvar en hann hafði
annast konu sína af natni og alúð í veikindum hennar. Hann hafði þó í raun
endurheimt heilsu sína og fengið góðan bata, var til og með starfsmaður hjá
Sambandinu um ára skeið eftir að hann flutti suður. Var alla tíð vel að sér í
málefnum líðandi stundar, athugull og stálminnugur, hélt andlegri heilsu óskertri
til hinstu stundar og var vel að sér um ýmsa hluti.
Ingvar var maður jafnlyndur, geðprúður en ákaflega drífandi. Vildi hann ekki
vita af neinum óheilindum, allt skyldi vera í skorðum og sínu rétta samhengi.
Hann var barngóður og nærgætinn og þó að hann stundaði erfiðisvinnu stóran
hluta æfinnar varðveitti hann fágaða og fíngerða strengi í framkomu sinni og
umhyggju, gaf sér tíma þegar þess var þörf og gaf einnig gjarnan sínum nánustu
góðar gjafir. Eigin þarfir voru ekki í fyrirrúmi, hann var maður nægjusamur og
ánægður með sitt hlutskipti, þó oft þyrfti hann að vinna hörðum höndum á lífs-
leiðinni.
Ættingjar og samferðamenn kveðja og þakka samfylgdina, Ingvar óskaði ekki
eftir miklu hrósi eða stórum orðum, vilda láta umsögnina um sig vera stutta og
lausa við prjál og lofyrði. Hann leit á lífið sem þjónustu í þágu fjölskyldu sinnar,
þjóðar og samfélags og vænti ekki hróss fyrir sakir þeirra hluta sem hann taldi
eðlilega og sjálfsagða. Heiðursmaður var Ingvar meðan hann lifði og heiður skal
fylgja minningunum að honum látnum.
Ætla má að hugurinn hafi alloft hvarflað til heimaslóðanna hér eystra. Var
Ingvar hér á ferðinni þegar tækifæri gafst og var sjálfgefið hvar hvílustaðurinn
hinsti yrði honum búinn þegar kallið mikla kæmi. í Skarðskirkjugarði hvílir
-159-