Goðasteinn - 01.09.2005, Page 163

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 163
Goðasteinn 2005 Látnir 2004 Jón starfaði mörg haust hjá Sláturfélagi Suðurlands eins og tíðkaðist meðal bænda í sláturtíð og var þar fastur starfsmaður um nokkurt skeið. Síðar varð hann starfsmaður Skógræktarfélags Rangæinga en samhliða fyrrgreindum störfum sinnti hann ávallt búskapnum á Árgilsstöðum sem trúlega hefur átt best við hann. Jón var óragur hestamaður alla tíð og tamdi sína hesta sjálfur fram undir það síðasta. Hann þekkti hestana sína frá folaldsaldri og lét galsann í þeim hvorki angra sig né trufla heldur ímynda ég mér að hann hafi litið á fjörið og galsann svipuðum augum og ungur maður lítur aukagræjur bíls sem bónus. Hann naut þessa alls og hafði gaman af. Jón var afar vel kunnugur leiðum og landslagi hér í heimahéraði sínu og raunar miklu víðar, þekkti örnefni og sögu staða sem hann jafnvel hafði aldrei heimsótt. Hann vissi sem var að landslag var lítils virði héti það ekki neitt. Þessi þekking hans gerði það að verkum að landið lifnaði og fékk ríkari merkingu fyrir þá sem fátt vissu um ferðaslóðir en nutu leiðsagnar hans. Jón Arngrímsson á Árgilsstöðum var stórmerkilegur maður fyrir svo marga óyggjandi kosti og hæfileika. Hann var í raun barn allra tíma á þann hátt að tengsl hans við fortíðina var afar sterk, bæði hvað varðaði störf til sveita og áhuga og þekkingu á menningu og sagnaarfi frá fornu. Þótt Jón hafi haft mestallt lifibrauð sitt af landbúnaði má segja að hann hafi verið sjálfmenntaður sagnfræðingur, víðlesinn og minnið einstakt. Það fór vel á því að Jón sem bjó allan sinn aldur á söguslóðum Njálu þekkti það rit spjaldanna á milli og hafði afar mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum Njálssögu og sakir þekkingar sinnar á sögu og sagna- slóðum var hann stundum fenginn til að liðsinna sprenglesnum Njálufræðingum. Jón var fremur íhaldssamur í skoðunum og nokkuð fastur fyrir þegar kom að þeim þætti lífsins sem og reyndar fleiru en hann var ávallt reiðubúinn til að viður- kenna kosti og góðan málflutning þeirra sem fylgdu annarri línu í stjórnmálum sem og öðrum daglegum málefnum. Hann las og fylgdist grannt með öllu sem efst var á baugi hverju sinni í þjóðmálum og hafði því glögga yfirsýn og mótaðar skoðanir á mörgum málefnum án þess að flíka þeim. Jón Arngrímsson var þéttur maður á velli, sterkur og stæltur, hægur og stilltur, með stórt, góðlegt andlit sem hlýju og prúðmennsku stafaði af og nokkurn gáska í góðlegum augum. Hann var bóngóður og greiðvikinn og höfðingi heim að sækja. Þeir sem á annað borð kynntust Jóni Arngrímssyni fundu fljótt að þar fór góður drengur, gamansamur, glöggur og greindur sem aldrei lét hnjóð eða níð falla um annað fólk. í stuttu máli má segja um Jón að hann prýddu allir helstu kostir hinnar gamalgrónu íslensku bændamenningar sem lifað hefur fram á þessa öld, en sú menning fer ört dvínandi í hraða tækni- og tölvualdar. Sr. Önundur Björnsson -161-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.