Goðasteinn - 01.09.2005, Page 166

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 166
Látnir 2004 Goðasteinn 2005 bústarfa, við að annast og hirða um hesta strax frá barnsaldri og lærði list hesta- mennskunnar ekki síst af móður sinni sem var mikil hestakona. Obrúuð straum- vötn voru áskorun ungum fullhuga og efldu kjark hans, krafta og útsjónarsemi. Jónas fór fyrir þegar vötn voru riðin, valdi vaðið og fylgdi mörgum ferðalangnum í öruggan áfangastað. Hann var öruggur fylgdarmaður, rammur að afli, gætinn og þrautseigur. Hann naut þessa alls, og umkringdur góðhestunum frá Núpi var hann „kóngur um stund“, og átti „kórónulaus“ „rfki og álfur“ svo vitnað sé til hendinga úr Fákum Einars Benediktssonar. Það ágæta hestakyn fylgdi Jónasi lengi og færði honum margan gæðinginn. Fremst í þeim flokki fór án efa afrekshryssan Brún frá Núpi, sem stóð efst á mörgum hestamótum árum saman og var mikið stolt eig- anda síns. Jónas fór ungur til Reykjavíkur og vann þar um skeið en hóf snemma rekstur fólksflutningabíls sem hann ók um sunnlenskar byggðir og fjöll. Veiðivatna- svæðið, Þórsmörk og afréttarlönd Rangárþings urðu honum gjörkunnug í þeim ferðum og vöktu honum fögnuð í hjarta. Þá og síðar nýttist honum vel reynsla æskuáranna af ferðavolki við misjafnar aðstæður. Jónas ók lengst af vöruflutn- ingabíl hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Fleiri jám hafði hann í eldinum því hann kom á fót Skeifnasmiðjunni á Hellu sem hann starfrækti lengi. Jónas haslaði sér völl til frambúðar á Hellu þegar hann stofnaði þar heimili með Vilborgu Ámýju Björgvinsdóttur frá Bólstað í Landeyjum, dóttur hjónanna Björgvins Filippussonar bónda þar og Jarþrúðar Pétursdóttur húsfreyju. Þau gengu í hjónaband 2. desember 1961. Áttu þau lengst af heima í Freyvangi 10 á Hellu. Börn þeirra tvö em Fannar, kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur, og Katrín. Barnabömin þrjú eru Birkir Snær, Kara Borg og Rakel Hrund Fannarsbörn. Hjúskapur Jónasar og Vilborgar var farsæll og í konu sinni eignaðist Jónas tryggan og umhyggjusaman lífsförunaut sem var kjölfestan í tilveru hans meðan hennar naut við. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja, raungóð og rausnarleg og gerðu sér ekki mannamun. Vilborg lést 25. mars 1984, aðeins 55 ára að aldri. Lífdagar Jónasar glötuðu mjög lit sínum eftir fráfall hennar og í kjölfar þess fór heilsa hans og lífsþróttur þverrandi. Samhliða öðrum störfum sem þegar hafa verið rakin, stundaði Jónas frí- stundabúskap með hross sín og sauðfé um áratuga skeið á föðurleifð sinni að Núpi. Naut hann dyggrar aðstoðar Fannars sonar síns við búskapinn og treysti enn sterkar taugar sínar til föðurtúnanna. Ferðum hans þangað hlaut þó að fækka með hrakandi heilsu. Jónas fluttist til Reykjavíkur árið 1999 og dvaldi síðustu árin á Hrafnistu. Hann lést af völdum heilablóðfalls á Landspítalanum við Hringbraut hinn 9. ágúst 2004, 76 ára að aldri. Jónas var jarðsunginn frá Áskirkju 18. sama mánaðar og jarðsettur í Gufuneskirkjugarði. Sr. Sigurður Jónsson, Odda -164-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.