Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 166
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
bústarfa, við að annast og hirða um hesta strax frá barnsaldri og lærði list hesta-
mennskunnar ekki síst af móður sinni sem var mikil hestakona. Obrúuð straum-
vötn voru áskorun ungum fullhuga og efldu kjark hans, krafta og útsjónarsemi.
Jónas fór fyrir þegar vötn voru riðin, valdi vaðið og fylgdi mörgum ferðalangnum
í öruggan áfangastað. Hann var öruggur fylgdarmaður, rammur að afli, gætinn og
þrautseigur. Hann naut þessa alls, og umkringdur góðhestunum frá Núpi var hann
„kóngur um stund“, og átti „kórónulaus“ „rfki og álfur“ svo vitnað sé til hendinga
úr Fákum Einars Benediktssonar. Það ágæta hestakyn fylgdi Jónasi lengi og færði
honum margan gæðinginn. Fremst í þeim flokki fór án efa afrekshryssan Brún frá
Núpi, sem stóð efst á mörgum hestamótum árum saman og var mikið stolt eig-
anda síns.
Jónas fór ungur til Reykjavíkur og vann þar um skeið en hóf snemma rekstur
fólksflutningabíls sem hann ók um sunnlenskar byggðir og fjöll. Veiðivatna-
svæðið, Þórsmörk og afréttarlönd Rangárþings urðu honum gjörkunnug í þeim
ferðum og vöktu honum fögnuð í hjarta. Þá og síðar nýttist honum vel reynsla
æskuáranna af ferðavolki við misjafnar aðstæður. Jónas ók lengst af vöruflutn-
ingabíl hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Fleiri jám hafði hann í eldinum því hann
kom á fót Skeifnasmiðjunni á Hellu sem hann starfrækti lengi.
Jónas haslaði sér völl til frambúðar á Hellu þegar hann stofnaði þar heimili
með Vilborgu Ámýju Björgvinsdóttur frá Bólstað í Landeyjum, dóttur hjónanna
Björgvins Filippussonar bónda þar og Jarþrúðar Pétursdóttur húsfreyju. Þau
gengu í hjónaband 2. desember 1961. Áttu þau lengst af heima í Freyvangi 10 á
Hellu. Börn þeirra tvö em Fannar, kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur, og Katrín.
Barnabömin þrjú eru Birkir Snær, Kara Borg og Rakel Hrund Fannarsbörn.
Hjúskapur Jónasar og Vilborgar var farsæll og í konu sinni eignaðist Jónas
tryggan og umhyggjusaman lífsförunaut sem var kjölfestan í tilveru hans meðan
hennar naut við. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja, raungóð og rausnarleg
og gerðu sér ekki mannamun. Vilborg lést 25. mars 1984, aðeins 55 ára að aldri.
Lífdagar Jónasar glötuðu mjög lit sínum eftir fráfall hennar og í kjölfar þess fór
heilsa hans og lífsþróttur þverrandi.
Samhliða öðrum störfum sem þegar hafa verið rakin, stundaði Jónas frí-
stundabúskap með hross sín og sauðfé um áratuga skeið á föðurleifð sinni að
Núpi. Naut hann dyggrar aðstoðar Fannars sonar síns við búskapinn og treysti enn
sterkar taugar sínar til föðurtúnanna. Ferðum hans þangað hlaut þó að fækka með
hrakandi heilsu. Jónas fluttist til Reykjavíkur árið 1999 og dvaldi síðustu árin á
Hrafnistu. Hann lést af völdum heilablóðfalls á Landspítalanum við Hringbraut
hinn 9. ágúst 2004, 76 ára að aldri. Jónas var jarðsunginn frá Áskirkju 18. sama
mánaðar og jarðsettur í Gufuneskirkjugarði.
Sr. Sigurður Jónsson, Odda
-164-