Goðasteinn - 01.09.2005, Page 167
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
Júlía Guðrún Jónsdóttir, Vestri-Tungu,
Vestur-Landeyjum
Júlía Guðrún fæddist 15. febrúar 1918 foreldrum
sínum, hjónunum Jóni Brandssyni frá Þorkötlustöðum í
Grindavík og Magneu Steinunni Jónsdóttur frá Stóru-
Vogum í Vatnleysustrandarhreppi þar sem þau bjuggu
og var Júlía elst 10 systkina. Eftirlifandi eru Þorgeir,
Gunnar, Anna, Ólöf, Auður og Magnea.
Barnungri var Júlíu komið í fóstur til Arna Guð-
brandssonar og Guðrúnar Jónsdóttur í Miðdalskoti í
Laugardal þar sem hún ólst upp sem fósturdóttir þeirra en flest barna þeirra voru
þá flutt að heiman. Hjá þeim naut hún alls hins besta, gekk í barnaskóla og lauk
honum með frábærum vitnisburði sem bar vitni um greind hennar, nákvæmni og
listræna hæfileika sem sannarlega komu betur síðar í ljós.
Um tvítugt fór hún til vinnu í Reykjavík og vann víða, bæði í vist og á mat-
sölustað þar sem hún kynntist manni sínum Guðjóni Guðmundi Torfasyni, plötu-
og ketilsmið sem vann þá í vélsmiðjunni Hamri.
Þau giftu sig 13. janúar 1945 og stofnuðu sitt heimili í Kópavogi þar sem
fyrstu börnin þeirra fæddust, Guðrún Stefanía 1945 og Arni Ólafur 1950. Einmitt
það ár keyptu þau Vestri-Tungu í Vestur-Landeyjum sem hafði þá verið í eyði í
tvö ár og hófu þar búskap. Júlía varð bóndinn heima í Vestri-Tungu þar sem Guð-
jón vann þá hjá Stálsmiðjunni sem járnsmiður víða um land við erfið úrlausnar-
efni sem hann leysti vel af hendi en kom heim eins oft og möguleikar voru og tók
sitt sumarleyfi við heyskap heima. Búið þeirra stækkaði smátt og smátt. Fjósið
byggt 1956 og hlaðan byggð 1969. Yngsta dóttir þeirra Sigrún Erla fæddist 1957.
1960 kom Guðjón nær heimili sínu með sinn vinnustað og hóf þá störf í vélsmiðju
Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli en upp frá því tókust hjónin á við ræktun og
þurrkun jarðarinnar.
Júlía var á sinn eftirminnilega hátt bóndi heimilisins, vann öll verk úti og inni,
fóðraði dýrin vel og talaði við þau öll. Hún var jafnframt húsmóðir hins gamla
tíma þar sem unnið var úr öllum mat sem til féll, tók vel og fagnandi á móti gest-
um, hugsaði um garðinn sinn og blómin, saumaði og prjónaði öll föt á fjölskyld-
una með þeim hætti að ekki varð betur gert. Hún tók þátt í störfum kvenfélagsins
Bergþóru og varð síðar gerður heiðursfélagi, sem gladdi hana.
Arin liðu, dæturnar stofnuðu sín heimili og fluttu að heiman og barnabömin
fóru að koma í heimsókn sem glöddu afa og ömmu ómælt. Guðrún Jóhanna, elsta
bamabarn þeirra, ólst upp hjá þeim til unglingsára og varð sem dóttir þeirra, svo
mjög var glaðst með henni, hugsað um og vakað yfir.
-165-