Goðasteinn - 01.09.2005, Page 172

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 172
Látnir 2004 Goðasteinn 2005 Hún stundaði silfursmíðar um árabii og hélt nokkrar sýningar á verkum sínum. Oddrún starfaði mikið að félagsmálum. Hún var ötul konu í starfi Bústaða- kirkju og lét sér annt um starf kirkjunnar. Hún var gjaldkeri Kvenfélags Bústaða- sóknar um árabil og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sóknina. Oddrún Pálsdóttir var staðföst kona og heimakær. Henni féll það ætíð betur að fá til sín gesti en það að vera sjálf gestur. Þau hjónin Oddrún og Sigurður voru sannarlega ólfk í mörgu. Hún þessi staðfasta og heimakæra, meðan hann var maður flugsins og ævintýra himinsins og þráði hið óþekkta. Oddrún stóð af sér áföll lífsins og bar sínar sorgir í hljóði. Hún var stolt kona og vildi ekki þiggja aðstoð eða hjálp en var um leið sú sem hjálpaði öðrum og var fyrst til þegar einhver þarfnaðist einhvers. Hún lifði í anda hinna kristnu lífsgilda um elsku í garð náungans og að elska Guð af öllu hjarta, huga sálu og mætti. Oddrún var mikil hagleikskona sem skapaði margt fagurra hluta, s.s. málverk, málað postulín, útskurð úr tré og síðast en ekki síst málmsmíði. Síðasta árið var lítið eftir af lífsorkunni og smám saman fjaraði út krafturinn. Fuglarnir í garðinum hennar sungu fyrir hana sem fyrr og blómin heilsuðu sumr- inu, sem varð hennar síðasta. Og nú er það páskasólin sem verður hennar. Sól lífsins sem vaknar vegna fyrirheits Drottins. Það verður hennar sigur og okkur góð tilfinning að þekkja þá trú sem leiddi hana gegnum lífið í gleði og sorg. Þar var allt hljóðlátt, einlægt og satt. Oddrún Pálsdóttir dó 22. mars 2004, útförin fór fram í Bústaðakirkju en síðan var hún jarðsett að Skarði í Landsveit við hlið foreldra sinna og bróður. Sr. Pálmi Matthíasson / Olafur Gíslason frá Hjarðarbrekku, Grenigrund 14, Selfossi Hinn 22. janúar 2004 andaðist í Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi Ólafur Gíslason, Grenigrund 14 þar í bæ, áður bóndi í Hjarðarbrekku á Rangárvöllum, á 85. aldursári sínu, eftir langa og starfsama ævi, sér og sínum til sæmdar og nytsemdar í hvívetna. Hann var jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 31. janúar. Utfarardaginn, í björtu veðri en hvössu og köldu, staldraði líkfylgdin litla stund á leiðinni niður að Odda á vegamótunum að Hjarðarbrekku og sungið var hið kunna erindi úr „Háfjöllum" Steingríms skálds Thorsteinssonar: -170-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.