Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 172
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Hún stundaði silfursmíðar um árabii og hélt nokkrar sýningar á verkum sínum.
Oddrún starfaði mikið að félagsmálum. Hún var ötul konu í starfi Bústaða-
kirkju og lét sér annt um starf kirkjunnar. Hún var gjaldkeri Kvenfélags Bústaða-
sóknar um árabil og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sóknina.
Oddrún Pálsdóttir var staðföst kona og heimakær. Henni féll það ætíð betur að
fá til sín gesti en það að vera sjálf gestur. Þau hjónin Oddrún og Sigurður voru
sannarlega ólfk í mörgu. Hún þessi staðfasta og heimakæra, meðan hann var
maður flugsins og ævintýra himinsins og þráði hið óþekkta.
Oddrún stóð af sér áföll lífsins og bar sínar sorgir í hljóði. Hún var stolt kona
og vildi ekki þiggja aðstoð eða hjálp en var um leið sú sem hjálpaði öðrum og var
fyrst til þegar einhver þarfnaðist einhvers.
Hún lifði í anda hinna kristnu lífsgilda um elsku í garð náungans og að elska
Guð af öllu hjarta, huga sálu og mætti.
Oddrún var mikil hagleikskona sem skapaði margt fagurra hluta, s.s. málverk,
málað postulín, útskurð úr tré og síðast en ekki síst málmsmíði.
Síðasta árið var lítið eftir af lífsorkunni og smám saman fjaraði út krafturinn.
Fuglarnir í garðinum hennar sungu fyrir hana sem fyrr og blómin heilsuðu sumr-
inu, sem varð hennar síðasta.
Og nú er það páskasólin sem verður hennar. Sól lífsins sem vaknar vegna
fyrirheits Drottins. Það verður hennar sigur og okkur góð tilfinning að þekkja þá
trú sem leiddi hana gegnum lífið í gleði og sorg. Þar var allt hljóðlátt, einlægt og
satt.
Oddrún Pálsdóttir dó 22. mars 2004, útförin fór fram í Bústaðakirkju en síðan
var hún jarðsett að Skarði í Landsveit við hlið foreldra sinna og bróður.
Sr. Pálmi Matthíasson
/
Olafur Gíslason frá Hjarðarbrekku,
Grenigrund 14, Selfossi
Hinn 22. janúar 2004 andaðist í Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands á Selfossi Ólafur Gíslason,
Grenigrund 14 þar í bæ, áður bóndi í Hjarðarbrekku á
Rangárvöllum, á 85. aldursári sínu, eftir langa og
starfsama ævi, sér og sínum til sæmdar og nytsemdar
í hvívetna. Hann var jarðsunginn frá Oddakirkju
laugardaginn 31. janúar.
Utfarardaginn, í björtu veðri en hvössu og köldu,
staldraði líkfylgdin litla stund á leiðinni niður að
Odda á vegamótunum að Hjarðarbrekku og sungið var hið kunna erindi úr
„Háfjöllum" Steingríms skálds Thorsteinssonar:
-170-