Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 174
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
húsfreyju, dóttur hjónanna Vilmundar Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Þau
voru tvö ár á Geldingalæk áður en þau byggðu árið 1953 nýbýlið Hjarðarbrekku
úr landi Lambaga þar sem þau bjuggu allt til ársins 1999 er þau fluttu á Selfoss.
Þeim varð þriggja barna auðið og eru þau þessi í aldursröð:
1. Rúnar á Torfastöðum í Fljótshlíð, kona hans er Helga Sigurðardóttir og
eignuðust þau fjögur börn en misstu hið elsta þeirra,
2. Þórunn Svala í Reykjavrk, maður hennar er Svavar Valur Jóhannesson og
eignuðust þau tvo syni en hinn eldri þeirra, Sindri, er látinn,
3. Guðrún Bára á Selfossi, maður hennar er Árni Snævar Magnússon og eiga
þau eina dóttur.
Áður eignaðist Sigríður dótturina Elsie Júníusdóttur, maður hennar er Runólfur
Haraldsson, þau eiga heima á Selfossi og eiga þau þrjú börn.
Barnabarnabörnin eru 10 talsins.
Ólafur var náttúrubam og útivistar. Hann unni íslenskri mold, svo mildri um
mýrarnar og völlinn, og ljómandi af mannlegri hamingju. Og hann dáðist að
fegurð landsins, bæði á vetur og sumar. Hann var viðbrigða gestrisinn og kunni
allra manna best að taka á móti fólki og gleðja það með ánægjusamri orðræðu og
góðgjörðum, enda var hann sannkallaður höfðingi í lund og rausnarlegur í gjöf-
um.
Hann var fæddur bóndi, hneigður fyrir skepnuhald, og átti búskapurinn hug
hans allan. Hann var mikill heyskaparmaður; naut þess að sjá sláttuvélarskúffuna
taka grasið og skila heyinu í gróskumikla binginn stóra; andaði glaður að sér
blessaðri anganinni af þuiri töðu. Hann var sæll á vetrin, þegar hann fann heitan
ilminn af ánum leggja út úr fjárhúsdyrunum. Hann horfði á þær stoltur og þekkti
svipinn á þeim öllum þar sem þær þyrptust að garðanum og stungu nefjunum inn í
góðu lyktina. Og hann hafði þessa þykku, sigggrónu hönd og hlýja lófa sem tekur
varlega um hornið á kindinni, neðst til þess að það brotni ekki.
Þau Sigríður byggðu upp jörðina Hjarðarbrekku af dugnaði og miklum mynd-
arskap, reistu íbúðarhús, útihús og hlöður. Búskaparárið skiptist í fjögur afmörkuð
tímabil: Á vorin sauðburður, vallarávinnsla og rúningur. Á sumrin heyskapur. Á
haustin fjallferðir, réttir og sláturtíð. Á veturna gegningar og heimilisstörfin
mörgu. Frá 1976 bjuggu Bára dóttir þeirra og Árni maður hennar með þeim á
jörðinni.
Eitt var það sem mjög einkenndi Ólaf en það var hve barngóður hann var. Börn
hændust mjög að honum. í Hjarðarbrekku var sem oftast hópur barna í sveit á
sumrin og það er síst að taka of djúpt í árinni þótt sagt sé að Ólafur hafi átt ákaf-
lega gott með að umgangast þau. Æ síðar eftir að börnin urðu fullorðin sýndu þau
heimilisfólkinu tryggð og þakklátssemi. Og það veit ég af afspurn að þeim þótti
mikið góður viðurgemingurinn hjá Sigríði húsfreyju. Þarna hnýttust vináttubönd
sem ekki slitnuðu síðan.
-172-